Á 651. fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett þann 26. nóvember 2012, er varðar beiðni um endurskoðun á samningi um bókhalds- og launavinnslu milli Dalbæjar, heimils aldraðra, og Dalvíkurbyggðar, frá 10. janúar 2008.
Vísað er til þess að umfang vinnu launafulltrúa ætti að hafa minnkað með tilkomu tímaskráningarkerfis.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi einnig rafpóstur sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs til forstöðumanns Dalbæjar, dagsettur þann 21. nóvember 2012, þar sem upplýst er að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2013-2016 var tekin til síðari umræðu í bæjarstjórn 20. nóvember s.l. og hún samþykkt samhljóða. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir lækkun á þjónustusamningi milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar vegna bókhalds- og launavinnslu að upphæð kr. 720.000 vegna vinnu og þjónustu launafulltrúa. Áætluð greiðsla skv. samningi Dalbæjar árið 2013 er því kr. 5.730.000 í stað kr. 6.450.000.
Bæjarráð vísar í rafpóst sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs frá 21. nóvember s.l. þar sem forstöðumaður Dalbæjar er upplýstur um að búið er að bregðast við munnlegri beiðni um endurskoðun á samningnum á þeim forsendum sem óskað var eftir, þ.e. um endurskoðun vegna vinnu launafulltrúa eftir tilkomu tímaskráningarkerfis.
Upplýst var á fundinum að samkvæmt formanni stjórnar Dalbæjar er verið að óska eftir endurskoðun á samningnum, þótt fram sé komið að Dalvíkurbyggð hefur brugðist við munnlegri beiðni um endurskoðun á samningum