Byggðaráð

671. fundur 29. ágúst 2013 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá UT-teymi; Upplýsingatækni í skólastarfi Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201305089Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsvið.

Hildur Ösp og Guðrún Pálína gerðu byggðarráði grein fyrir fundi UT-teymis þar sem fjallað var um upplýsingatækni í skólastarfi og tillögur frá skólastjórum leik- og grunnskóla og tölvuumsjónarmanni fyrir næsta starfs- og fjárhagsár.


Hildur Ösp vék af fundi kl.8:49.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að málið verði tekið upp á næsta fundi byggðarráðs.  Byggðarráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að finna leiðir innan fjárhagsramma fræðslu- og uppeldismála til að fjármagna verkefnið og koma með tillögur inn á næsta fund.

2.Frá BHS; Aðalfundur 2013.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201308050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir aðalfundarboð frá BHS ehf. en fundurinn
verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst 2013 kl. 20:00 á kaffistofunni að Fossbrún 2, Árskógsströnd.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri mæti á fundinn og fari með umboð Dalvíkurbyggðar í samræmi við umræður byggðarráðs.

3.Frá Hjartanu í Vatnsmýri, félagi um óskertar flugsamgöngur í Vatnsmýri.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201308057Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hjartanu í Vatnsmýri, bréf dagsett þann 26. ágúst 2013, þar sem fram kemur að óskað er eftir stuðningi við átak það sem félagið, sem er félag um óskertar flugsamgöngur í Vatnsmýri, hefur nú staðið fyrir í hálfa aðra viku, þ.e. undirskriftarsöfnun á vefsíðunni lending.is. Bókun eða ályktun frá Dalvíkurbyggð mun verða nauðsynleg hvatning til íbúa Dalvíkurbyggðar til að veita þeim lið á lending.is.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi ályktun:Byggðaráð Dalvíkurbyggðar lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna þeirra tillagna sem uppi eru um lokun flugvallar í Vatnsmýrinni í Reykjavík.
Byggðaráð bendir á mikilvægi flugvallarins fyrir sjúkraflug. Einnig fyrir aðgengi landsmanna að stjórnsýslu og stofnunum ríkisins. Byggðaráð telur greiðar samgöngur við höfuðborgina vera mjög mikilvægar í sambúð höfuðborgar og landsbyggðar og að það séu hagsmunir beggja að gagnvegir séu sem greiðastir.
Byggðaráð treystir því að frekari ákvarðanir um flugvöllinn í Vatnsmýrinni verði  teknar með hagsmuni íbúa alls landsins að leiðarljósi.

4.Frá sveitarstjóra; Borhola í Laugahlíðarlandi.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201308069Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu:
Byggðarráð samþykkir að borhola í landi Laugahlíðar sem hefur m.a. verið nýtt fyrir Sundskála Svarfdæla, verði eign Hitaveitu Dalvíkur.

Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs að gera tillögu að lóð vegna holunnar.



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.

5.Frá stjórn Dalbæjar; beiðni um endurskoðun á samningi um bókhalds- og launavinnslu milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201212017Vakta málsnúmer

Á 662. fundi byggðarráðs þann 10. maí 2013 var eftirfarandi bókað:
Á 659. fundi byggðarráðs þann 21. mars 2013 var samþykkt að taka saminga á milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar um bókhalds- og launavinnslu til frekari endurskoðunar í samræmi við umræður á fundinum og fól byggðarráð sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að tillögu hvað varðar endurskoðun á samningum og forsendum samningsins.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kynna tillöguna fyrir forsvarsmönnum Dalbæjar.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu byggðarráði grein fyrir fundi sínum með framkvæmdastjóra Dalbæjar og formanni stjórnar þann 13. maí 2013 s.l. en á þeim fundi voru til umfjöllunar þau gögn sem kynnt voru á fundi byggðarráðs þann 10. maí s.l.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið frá fundinum 13. maí 2013 og þeim tillögum sem fram hafa komið til að ljúka þessu máli. Næsti fundur með forsvarsmönnum Dalbæjar er n.k. mánudag.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs umboð til samninga við forsvarsmenn Dalbæjar í samræmi við umræður á fundinum.

6.Samningur um styrk vegna tómstundastarfs aldraðra.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201308070Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti drög að samningi til 3ja ára á milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar um þátttöku Dalvíkurbyggðar í félags- og tómstundastarfi á Dalbæ.

Á undanförnum árum hefur Dalvíkurbyggð veitt framlag í félags- og tómstundastarf á Dalbæ með vísan í 40. gr. laga um félagsþjónstu sveitarfélaga samkvæmt ákvörðun við gerð fjárhagsáætlunar hverju sinni. Styrkur samkvæmt fjárhagsáætlun 2013 er kr. 3.000.000.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita sveitarstjóri og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs umboð til samninga vð forsvarsmenn Dalbæjar í samræmi við umræður á fundinum.

7.Skipurit Dalvíkurbyggðar.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201308063Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að skipuriti Dalvíkurbyggðar í samræmi við nýja Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.

Til umræðu ofangreint. Ræddar voru hugmyndir og breytingar.
Afgreiðslu frestað. Áheyrnarfulltrúi vék af fundi kl. 10:33

8.Hafskipakantur á Dalvík.

Málsnúmer 201303120Vakta málsnúmer

Formaður byggðarráðs vék af undir þessum lið kl. 10:54 til annarra starfa og varaformaður tók við fundarstjórn.

Sveitarstjóri gerði byggðarráði grein fyrir umfjöllun og afgreiðslu veitu- og hafnaráðs á fundi sínum þann 28. ágúst s.l. um hafskipakant á Dalvík.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs