Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Á 671. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsvið.
Hildur Ösp og Guðrún Pálína gerðu byggðarráði grein fyrir fundi UT-teymis þar sem fjallað var um upplýsingatækni í skólastarfi og tillögur frá skólastjórum leik- og grunnskóla og tölvuumsjónarmanni fyrir næsta starfs- og fjárhagsár.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að málið verði tekið upp á næsta fundi byggðarráðs. Byggðarráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að finna leiðir innan fjárhagsramma fræðslu- og uppeldismála til að fjármagna verkefnið og koma með tillögur inn á næsta fund.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdi erindi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 5. september 2013, er varðar millifærslu málaflokks til kaupa á tölvu- og tæknibúnaði.
Í erindinu kemur fram ósk um að hagræða innan ramma 2013 og ná að hraða innleiðingu á upplýsingatækni í skólastarfi með því að fresta fyrirhuguðum verkefnum á árinu 2013. Í samantekt kemur fram hægt sé að hliðra til um kr. 4.136.000 í málaflokknum,inni í því er kr. 150.000 af málaflokki 32 vegna búnaðarkaupa í Árskógarskóla, en þó með því að til komi viðauki að upphæð kr. 700.000 vegna veikindalauna i Krílakoti sem voru leyst innanhúss.
Hildur Ösp vék af fundi kl.08:33.