Frá Hjartanu í Vatnsmýri, félagi um óskertar flugsamgöngur í Vatnsmýri.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201308057

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 671. fundur - 29.08.2013

Tekið fyrir erindi frá Hjartanu í Vatnsmýri, bréf dagsett þann 26. ágúst 2013, þar sem fram kemur að óskað er eftir stuðningi við átak það sem félagið, sem er félag um óskertar flugsamgöngur í Vatnsmýri, hefur nú staðið fyrir í hálfa aðra viku, þ.e. undirskriftarsöfnun á vefsíðunni lending.is. Bókun eða ályktun frá Dalvíkurbyggð mun verða nauðsynleg hvatning til íbúa Dalvíkurbyggðar til að veita þeim lið á lending.is.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi ályktun:Byggðaráð Dalvíkurbyggðar lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna þeirra tillagna sem uppi eru um lokun flugvallar í Vatnsmýrinni í Reykjavík.
Byggðaráð bendir á mikilvægi flugvallarins fyrir sjúkraflug. Einnig fyrir aðgengi landsmanna að stjórnsýslu og stofnunum ríkisins. Byggðaráð telur greiðar samgöngur við höfuðborgina vera mjög mikilvægar í sambúð höfuðborgar og landsbyggðar og að það séu hagsmunir beggja að gagnvegir séu sem greiðastir.
Byggðaráð treystir því að frekari ákvarðanir um flugvöllinn í Vatnsmýrinni verði  teknar með hagsmuni íbúa alls landsins að leiðarljósi.