Undir þessum lið komu að auki á fundinn Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kl. 08:32, Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 08:34, og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 08:43.
Á 86. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:
"Gísli Rúnar kom inn á fundinn kl. 9:50 Til umræðu var fundur um framtíðarrekstur Sundskála Svarfdæla sem haldinn var á Rimum 1. febrúar 2017.
Fram fór umræða um stöðuna og óskar ráðið eftir að mæta á fund byggðaráðs og ræða framtíðaráform Sundskálans."
Til umræðu ofangreint.
Kristinn Ingi, Jón Ingi og Ingvar viku af fundi kl. 09:20.