Íþrótta- og æskulýðsráð

86. fundur 07. febrúar 2017 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri.
Dagskrá

1.Sameiginlegur framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur og Golfklúbbsins Hamars

Málsnúmer 201504068Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu mála er varðar sameiginlegan starfsmann skíðasvæðis og golfvallar.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að kalla á fund formenn félaganna og ræða framhaldið.

2.Útboð á rekstri tjaldsvæðis

Málsnúmer 201311295Vakta málsnúmer

Umræður um útboð á rekstri tjaldsvæðis.
Umræður um undirbúning á útboði á rekstri tjaldsvæðis og var niðurstaðan að formaður og varaformaður óski eftir að mæta á fund byggðaráðs þann 9. febrúar 2017 og í framhaldinu yrði gengið frá útboðsgögnum.

3.Framtíðarrekstur Sundskála Svarfdæla

Málsnúmer 201302115Vakta málsnúmer

Gísli Rúnar kom inn á fundinn kl. 9:50

Til umræðu var fundur um framtíðarrekstur Sundskála Svarfdæla sem haldinn var á Rimum 1. febrúar 2017.
Fram fór umræða um stöðuna og óskar ráðið eftir að mæta á fund byggðaráðs og ræða framtíðaráform Sundskálans.

4.Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti væntanlegar framkvæmdir við sundlaugina á Dalvík. Útboðsgögn verða opnuð miðvikudaginn 8. febrúar kl. 14:00.

5.Áætlun vegna dekkjakurls

Málsnúmer 201701025Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 6. janúar 2017, þar sem fram kemur að umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út áætlun um að kurluðu dekkjagúmmi verði skipt út fyrir hættuminna efni á leik- og íþróttavöllum. Þann 2. júní 2016 samþykkti Alþingi þingsályktun nr. 50/145 um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttaavöllum.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að vísa þessu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar næsta haust.

6.Umsóknir um Landsmót 2020

Málsnúmer 201701101Vakta málsnúmer

UMFÍ hefur auglýst eftir umsóknum vegna Unglingalandsmót UMFÍ árið 2020 og Landsmót UMFÍ 50 árið 2019.
Lagt fram til kynningar.

7.Reglur um afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs

Málsnúmer 201702032Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

8.Reglur um kjör á íþróttamanni ársins

Málsnúmer 201702031Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri.