Reglur um kjör á íþróttamanni ársins

Málsnúmer 201702031

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 87. fundur - 07.03.2017

Farið yfir reglur um kjör á íþróttamanni ársins. Samþykkt með 3 atkvæðum að breyta ekki reglunum.



Kristinn Ingi Valsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég tel að gera þurfi breytingar á 1. og 2. grein. Ég tel að iðkandi þurfi að stunda íþróttir með félagi í Dalvíkurbyggð og tel okkur ekki hafa forsendur til að geta tilnefnt sérstaklega aðra en þá sem íþróttafélög tilnefna. Mér finnst að íþróttamaður Dalvíkurbyggðar geti einungis orðið sá sem keppir undir formerkjum íþróttafélags í Dalvíkurbyggð.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 98. fundur - 13.02.2018

Farið var yfir reglur um kjör á íþróttamanni ársins. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að gera drög að breytingum miðað við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 99. fundur - 03.04.2018

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti drögin sem lögð voru fyrir fundinn með 5 atkvæðum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 136. fundur - 01.02.2022

Teknar voru fyrir reglur um kjör á íþróttamanni ársins. Eitt af því sem hefur reynst erfitt er tímaramminn frá því að tilnefningar koma inn og þar til lýsing á kjörinu fer fram.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að tilnefningar skuli berast inn eigi síðar en 1. desember. Þó verði hægt að skila inn afrekum sem vinnast í desember alveg til og með 31. desember. Með þessu mót verði þá hægt að forvinna alla vinnu. Einnig gefst ráðinu þá tími til að skoða hvort það séu aðilar utan félaga í Dalvíkurbyggð sem ætti að tilnefna. Rætt var um það með hvaða hætti væri best að finna þá aðila sem eru utan félaga í Dalvíkurbyggð, en með lögheimili í Dalvíkurbyggð.
Íþrótta- og sækulýðsfulltrúa falið að vinna drög að breyttum reglum miðað við umræðu á fundinum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 137. fundur - 08.03.2022

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til breytingar á reglum um kjör á íþróttamanni ársins.
Helsta breyting er að ráðið leggur til að tilnefningar skuli berast inn eigi síðar en 1. desember. Þó verði hægt að skila inn afrekum sem vinnast í desember alveg til og með 31. desember. Með þessu móti verði þá hægt að forvinna alla vinnu. Einnig gefst ráðinu þá tími til að skoða hvort það séu aðilar utan félaga í Dalvíkurbyggð sem ætti að tilnefna.
Reglurnar samþykktar með 5 atkvæðum og er þeim vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.

Sveitarstjórn - 343. fundur - 22.03.2022

Á 137. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 8. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til breytingar á reglum um kjör á íþróttamanni ársins. Helsta breyting er að ráðið leggur til að tilnefningar skuli berast inn eigi síðar en 1. desember. Þó verði hægt að skila inn afrekum sem vinnast í desember alveg til og með 31. desember. Með þessu móti verði þá hægt að forvinna alla vinnu. Einnig gefst ráðinu þá tími til að skoða hvort það séu aðilar utan félaga í Dalvíkurbyggð sem ætti að tilnefna. Reglurnar samþykktar með 5 atkvæðum og er þeim vísað til sveitarstjórnar til samþykktar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofagreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs og fyrirliggjandi reglur um kjör á íþróttamanni ársins.