Á 137. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 8. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til breytingar á reglum um kjör á íþróttamanni ársins. Helsta breyting er að ráðið leggur til að tilnefningar skuli berast inn eigi síðar en 1. desember. Þó verði hægt að skila inn afrekum sem vinnast í desember alveg til og með 31. desember. Með þessu móti verði þá hægt að forvinna alla vinnu. Einnig gefst ráðinu þá tími til að skoða hvort það séu aðilar utan félaga í Dalvíkurbyggð sem ætti að tilnefna. Reglurnar samþykktar með 5 atkvæðum og er þeim vísað til sveitarstjórnar til samþykktar."