Þjónustuhús tjaldsvæðis-vallarhús

Málsnúmer 201302019

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 44. fundur - 05.03.2013

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi upplýsti um stöðu mála við hönnum tjaldsvæðis- og vallarhúss en Árni og Kristján Hjartarson heimsóttu Grindavíkurbæ og skoðuðu tjaldsvæðisaðstöðuna. Það lítur út fyrir að fjármagnið sem ætlað er í verkið á þessu ári dugi ekki fyrir húsi að þeirri gerð sem vonir eru um og því þarf að skoða alla kosti  eins og t.d.að áfangaskipta framkvæmdinni. Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að hann boði til fundar með sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, garðyrkjustjóra, Kristjáni Hjartarsyni formanni byggðaráðs og Jóni Inga Sveinssyni fulltrúa íþrótta- og æskulýðsráðs.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 45. fundur - 16.04.2013

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti vinnu sem farið hefur fram við hönnun og uppbyggingu á tjaldsvæðis og vallarhúsi. Starfandi er faghópur skipaður Jóni Arnari Sverrissyni garðyrkjustjóra, Jóni Inga Sveinssyni fulltrúa í íþrótta- og æskulýðsráði, Dagbjörtu Sigurpálsdóttur formanni íþrótta- og æskulýðsráðs, Kristjáni Hjartarsyni formanni byggðarráðs og Árna Jónssyni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Unnið hefur verið að þarfagreiningu og er það mat hópsins að mikilvægt er að að bæta aðstöðu tjaldsvæðis bæði þegar kemur að útisvæði og inniaðstöðu. Tilllögur liggja fyrir um uppbyggingu á tjaldsvæði sem hægt er að hefja strax í sumar en mikilvægt er að ráðist verði í aðgerðir sem fyrst. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að unnið verði áfram að þessu máli.

Byggðaráð - 661. fundur - 18.04.2013

Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 10. apríl 2013, er varðar uppbyggingu á tjaldsvæði Dalvíkurbyggðar 2013.

Fram kemur að starfshópur hefur unnið að þessu verkefni en í hópnum eru Kristján Hjartarson íbúi, Jón Ingi Sveinsson fulltrúi í íþrótta- og æskulýðsráði, Dagbjört Sigurpálsdóttir formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri og Árni Jónsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Hópurinn hefur fundað og farið yfir mögulega útfærslu á endurbótum á húsnæði og tjaldsvæði. Hópurinn leggur til farið verði út í aðgerðir sem taka bæði mið af því að bæta húsnæðis- og tjaldsvæðisaðstöðu. Það er mat starfshópsins að uppbygging húsnæðis verði með þeim hætti að fengin verða 5 snyrtileg innréttuð gámahús, hvít að lit. Þeim verði raðað saman og munu þau innihalda eftirfarandi þætti; klósett, sturtur, klósettaðstaða fyrir fatlaða, ræstikompa, þvottavéla- og þurrkrými, og inniaðstaða þar sem gestir geta sest niður og nýtt sér eldunaraðstöðu. Gengið verði snyrtilega frá þeim með sólpalli í kring. Jafnframt telur hópurinn það mikilvægt að ráðist verði í endurbætur á útiaðstöðunni.

Áætlaður kostnaður við verkefnið á árinu 2013.
a)
Kaup á 5 gámahúsum, flutningur og að koma þeim fyrir = 15.000.000 kr.
b)
Sólpallur umhverfis aðstöðu = 2.000.000 kr.
c)
Drenlögn, undirvinna, þökulagning og gróðursetning á suðursvæði tjaldsvæðis = 9.800.000 kr
Alls kr. 26.800.000.

Á fjárhagsáætlun 2013 er gert ráð fyrir kr. 27.000.000 á málaflokki 32 vegna framkvæmda við aðstöðuhús á tjaldsvæði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum lið a) og b) hér að ofan en hvað varðar lið c) þá felur byggðarráð íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skoða þann lið nánar og þá einnig í tengslum við erindið undir 4. lið frá barna- og ungmennaráði UMFS og koma með tillögu fyrir byggðarráð.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 48. fundur - 19.06.2013

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Jóni Ingi Sveinsson fóru yfir stöðu mála og hver næstu skref eru.  Talsverð uppbygging mun eiga sér stað í sumar og  vonandi mun henni ljúka á næsta ári ef fjármagn fæst. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar upplýsingarnar.