Málsnúmer 201302019Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 10. apríl 2013, er varðar uppbyggingu á tjaldsvæði Dalvíkurbyggðar 2013.
Fram kemur að starfshópur hefur unnið að þessu verkefni en í hópnum eru Kristján Hjartarson íbúi, Jón Ingi Sveinsson fulltrúi í íþrótta- og æskulýðsráði, Dagbjört Sigurpálsdóttir formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri og Árni Jónsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Hópurinn hefur fundað og farið yfir mögulega útfærslu á endurbótum á húsnæði og tjaldsvæði. Hópurinn leggur til farið verði út í aðgerðir sem taka bæði mið af því að bæta húsnæðis- og tjaldsvæðisaðstöðu. Það er mat starfshópsins að uppbygging húsnæðis verði með þeim hætti að fengin verða 5 snyrtileg innréttuð gámahús, hvít að lit. Þeim verði raðað saman og munu þau innihalda eftirfarandi þætti; klósett, sturtur, klósettaðstaða fyrir fatlaða, ræstikompa, þvottavéla- og þurrkrými, og inniaðstaða þar sem gestir geta sest niður og nýtt sér eldunaraðstöðu. Gengið verði snyrtilega frá þeim með sólpalli í kring. Jafnframt telur hópurinn það mikilvægt að ráðist verði í endurbætur á útiaðstöðunni.
Áætlaður kostnaður við verkefnið á árinu 2013.
a)
Kaup á 5 gámahúsum, flutningur og að koma þeim fyrir = 15.000.000 kr.
b)
Sólpallur umhverfis aðstöðu = 2.000.000 kr.
c)
Drenlögn, undirvinna, þökulagning og gróðursetning á suðursvæði tjaldsvæðis = 9.800.000 kr
Alls kr. 26.800.000.
Á fjárhagsáætlun 2013 er gert ráð fyrir kr. 27.000.000 á málaflokki 32 vegna framkvæmda við aðstöðuhús á tjaldsvæði.