Byggðaráð

661. fundur 18. apríl 2013 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Björn Snorrason boðaði forföll en ekki var mætt í hans stað.

1.Frá Menningarfélaginu Bergi ses.; Aðalfundur Menningarfélagsins Bergs ses.

Málsnúmer 201304031Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá stjórn Menningarfélagsins Bergs ses., dagsett þann 9. apríl 2013, þar sem boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 24. apríl n.k. kl. 16:00 í menningarhúsinu Bergi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að tilnefna Margréti Víkingsdóttur sem varamann í stjórn félagsins fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að Margrét Víkingsdóttir  sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

2.Frá Vinnumálastofnun; Minnisblað um störf fyrir námsmenn sumarið 2013.

Málsnúmer 201304049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá Vinnumálastofnun, dagsett þann 15. apríl 2013, þar sem gert er grein fyrir átaksverkefni vegna fjölgunar á störfum í sumar fyrir námsmenn, sbr. síðast liðin 3 sumur. Stefnt er að því að auglýsa störfin í byrjun maí.

Upplýsingar um störf og fjölda þeirra sem óskað er eftir að ráða í þarf að senda fyrir 22. apríl n.k.










Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að senda ofangreint til stjórnenda til skoðunar og felur jafnframt sviðstjóra félagsmálasviðs að halda utan um málið.

3.Frá Sölku kvennakór; Styrkbeiðni vegna tónleikahalds 11. maí.

Málsnúmer 201304034Vakta málsnúmer

Valdís Guðbrandsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá kvennakórnum Sölku, dagsett þann 11. apríl 2013, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 150.000 vegna tónleika kórsins 11. maí n.k. í menngarhúsinu Bergi í tengslum við Eurovision vikuna 10. - 18. maí í Dalvíkurbyggð. Á dagskránni eru íslensk og erlend eurovision lög. Tónlistarmenn úr sveitarfélaginu ásamt nemendum úr Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar taka þátt í tónleikunum.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi með til upplýsingar að kórinn hefur einnig sent inn umsókn um styrk í menningarsjóð Dalvíkurbyggðar.




Afgreiðslu erindisins frestað þar sem fundurinn er ekki ályktunarhæfur hvað þennan lið á dagskrá varðar.

4.Frá Barna- og ungmennaráði UMFS; Vantar æfingaaðstöðu á Dalvík fyrir yngri flokka í fótbolta í sumar.

Málsnúmer 201304042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá barna- og ungmennaráði UMFS, dagsett þann 12. apríl 2013, þar sem fram kemur að stjórnin lýsir yfir áhyggjum sínum yfir aðstöðuleysi fyrir fótboltaæfingar yngri flokka í sumar. Stjórnin sér ekki marga kosti í stöðunni hvað varðar úrlausn sinna mála og leitar því til byggðarráðs. Fram kemur að stjórnin er tilbúin til að koma á fund byggðarráðs til viðræðna og upplýsa frekar um stöðu mála.

Á 45. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 16. apríl s.l. var ofangreint erindi tekið fyrir og eftirfarandi bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð tók til umfjöllunar erindi frá barna- og unglingaráði UMFS sem vísað er á byggðarráð dagsett 12. apríl 2013.

Í fundargerð frá 40. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar 11. nóvember 2012 var tekið til umfjöllunar samningamál við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð. Þar er sérstaklega bent á að gera þurfi ráð fyrir endurbótum á æfingarsvæði í fjárhagsáætlun 2013.

"Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að þrátt fyrir að ekki hafi náðst enn að gera úttekt á íþróttasvæði UMFS geri bæjarráð ráð fyrir fjármagni við fjárhagsáætlun 2013 til endurbóta á neðra svæðinu/æfingavellinum."

Íþrótta- og æskulýðsráð ítrekar afstöðu sína til uppbyggingar á æfingarsvæði og að unnið verði að lausnum fyrir sumarið 2013 í samstarfi við barna- og unglingaráð UMFS."

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa málið áfram til skoðunar.

5.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Þjónustuhús tjaldsvæðis-vallarhús.

Málsnúmer 201302019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 10. apríl 2013, er varðar uppbyggingu á tjaldsvæði Dalvíkurbyggðar 2013.

Fram kemur að starfshópur hefur unnið að þessu verkefni en í hópnum eru Kristján Hjartarson íbúi, Jón Ingi Sveinsson fulltrúi í íþrótta- og æskulýðsráði, Dagbjört Sigurpálsdóttir formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri og Árni Jónsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Hópurinn hefur fundað og farið yfir mögulega útfærslu á endurbótum á húsnæði og tjaldsvæði. Hópurinn leggur til farið verði út í aðgerðir sem taka bæði mið af því að bæta húsnæðis- og tjaldsvæðisaðstöðu. Það er mat starfshópsins að uppbygging húsnæðis verði með þeim hætti að fengin verða 5 snyrtileg innréttuð gámahús, hvít að lit. Þeim verði raðað saman og munu þau innihalda eftirfarandi þætti; klósett, sturtur, klósettaðstaða fyrir fatlaða, ræstikompa, þvottavéla- og þurrkrými, og inniaðstaða þar sem gestir geta sest niður og nýtt sér eldunaraðstöðu. Gengið verði snyrtilega frá þeim með sólpalli í kring. Jafnframt telur hópurinn það mikilvægt að ráðist verði í endurbætur á útiaðstöðunni.

Áætlaður kostnaður við verkefnið á árinu 2013.
a)
Kaup á 5 gámahúsum, flutningur og að koma þeim fyrir = 15.000.000 kr.
b)
Sólpallur umhverfis aðstöðu = 2.000.000 kr.
c)
Drenlögn, undirvinna, þökulagning og gróðursetning á suðursvæði tjaldsvæðis = 9.800.000 kr
Alls kr. 26.800.000.

Á fjárhagsáætlun 2013 er gert ráð fyrir kr. 27.000.000 á málaflokki 32 vegna framkvæmda við aðstöðuhús á tjaldsvæði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum lið a) og b) hér að ofan en hvað varðar lið c) þá felur byggðarráð íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skoða þann lið nánar og þá einnig í tengslum við erindið undir 4. lið frá barna- og ungmennaráði UMFS og koma með tillögu fyrir byggðarráð.

6.Frá sveitarstjóra og upplýsingafulltrúa; Stefna Dalvíkurbyggðar hvað varðar auglýsingar í heimamiðlum

Málsnúmer 201304018Vakta málsnúmer

Á 660. fundi byggðarráðs þann 11. apríl s.l. samþykkti byggðarráð að fela sveitarstjóra og upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðarráð drög að auglýsingasamningum við Norðurslóð og DB-blaðið.

Á fundi byggðarráðs lagði sveitarstjóri fram minnisblað með hugmyndum sveitarstjóra og upplýsingafulltrúa hvað ofangreint varðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela  sveitarstjóra og upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við það sem kynnt var og rætt á fundinum.

7.Heimsóknir byggðarráðs í stofnanir og fyrirtæki Dalvíkurbyggðar;a) Veitur, kl. 9:30.b) Hafnasjóður, kl. 10:30.

Málsnúmer 201304050Vakta málsnúmer

Byggðarráð fór í heimsókn í Veitur og Hafnir ásamt sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs