Tekið fyrir erindi frá barna- og ungmennaráði UMFS, dagsett þann 12. apríl 2013, þar sem fram kemur að stjórnin lýsir yfir áhyggjum sínum yfir aðstöðuleysi fyrir fótboltaæfingar yngri flokka í sumar. Stjórnin sér ekki marga kosti í stöðunni hvað varðar úrlausn sinna mála og leitar því til byggðarráðs. Fram kemur að stjórnin er tilbúin til að koma á fund byggðarráðs til viðræðna og upplýsa frekar um stöðu mála.
Á 45. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 16. apríl s.l. var ofangreint erindi tekið fyrir og eftirfarandi bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð tók til umfjöllunar erindi frá barna- og unglingaráði UMFS sem vísað er á byggðarráð dagsett 12. apríl 2013.
Í fundargerð frá 40. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar 11. nóvember 2012 var tekið til umfjöllunar samningamál við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð. Þar er sérstaklega bent á að gera þurfi ráð fyrir endurbótum á æfingarsvæði í fjárhagsáætlun 2013.
"Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að þrátt fyrir að ekki hafi náðst enn að gera úttekt á íþróttasvæði UMFS geri bæjarráð ráð fyrir fjármagni við fjárhagsáætlun 2013 til endurbóta á neðra svæðinu/æfingavellinum."
Íþrótta- og æskulýðsráð ítrekar afstöðu sína til uppbyggingar á æfingarsvæði og að unnið verði að lausnum fyrir sumarið 2013 í samstarfi við barna- og unglingaráð UMFS."