Frá Sölku kvennakór; Styrkbeiðni vegna tónleikahalds 11. maí.

Málsnúmer 201304034

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 661. fundur - 18.04.2013

Valdís Guðbrandsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá kvennakórnum Sölku, dagsett þann 11. apríl 2013, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 150.000 vegna tónleika kórsins 11. maí n.k. í menngarhúsinu Bergi í tengslum við Eurovision vikuna 10. - 18. maí í Dalvíkurbyggð. Á dagskránni eru íslensk og erlend eurovision lög. Tónlistarmenn úr sveitarfélaginu ásamt nemendum úr Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar taka þátt í tónleikunum.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi með til upplýsingar að kórinn hefur einnig sent inn umsókn um styrk í menningarsjóð Dalvíkurbyggðar.




Afgreiðslu erindisins frestað þar sem fundurinn er ekki ályktunarhæfur hvað þennan lið á dagskrá varðar.

Byggðaráð - 662. fundur - 10.05.2013

Á 661. fundi byggðarráðs þann 18. apríl 2013 var tekið fyrir erindi frá kvennakórnum Sölku, dagsett þann 11. apríl 2013, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 150.000 vegna tónleika kórsins 11. maí n.k. í menningarhúsinu Bergi í tengslum við Eurovision vikuna 10. - 18. maí n.k. í Dalvíkurbyggð. Afgreiðslu erindisins var frestað þar sem fundurinn var ekki ályktunarhæfur hvað þennan lið á dagskrá varðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna beiðninni um styrk og vísar erindinu til umfjöllunar og afgreiðslu  menningarráðs en kórinn sendi einnig inn umsókn um styrk í menningarsjóð Dalvíkurbyggðar.