Frá Vinnumálastofnun; Minnisblað um störf fyrir námsmenn sumarið 2013.

Málsnúmer 201304049

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 661. fundur - 18.04.2013

Tekið fyrir minnisblað frá Vinnumálastofnun, dagsett þann 15. apríl 2013, þar sem gert er grein fyrir átaksverkefni vegna fjölgunar á störfum í sumar fyrir námsmenn, sbr. síðast liðin 3 sumur. Stefnt er að því að auglýsa störfin í byrjun maí.

Upplýsingar um störf og fjölda þeirra sem óskað er eftir að ráða í þarf að senda fyrir 22. apríl n.k.










Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að senda ofangreint til stjórnenda til skoðunar og felur jafnframt sviðstjóra félagsmálasviðs að halda utan um málið.

Félagsmálaráð - 171. fundur - 14.05.2013

Félagsmálastjóri lagði fram bréf frá Byggðarráði dags. 18. apríl 2013. Á fundi Byggðarráðs er tekið fyrir bréf frá Vinnumálastofnun þar sem gert er grein fyrir átaksverkefni vegna fjölgunar á störfum í sumar fyrir námsmenn. Óskað var eftir upplýsingum um störf og fjölda þeirra fyrir 22. apríl 2013. Félagsmálastjóri sótti um 10 störf fyrir hönd sveitarfélagsins, en samþykkt voru störf fyrir 5 námsmenn í 2 mánuði fyrir hvern.
Lagt fram