Félagsmálaráð

171. fundur 14. maí 2013 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmálabók.

Málsnúmer 201111050Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Fundargerðir þjónustuhóps

Málsnúmer 201301044Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór yfir fundargerðir þjónustuhóps um málefni fatlaðra frá janúar og apríl.
Lagt fram til kynningar

3.Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar; endurskoðun í samræmi við ný sveitarstjórnarlög

Málsnúmer 201210075Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór yfir samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar, nýlega endurskoðað í samræmi við ný sveitarstjórnarlög. Sérstaklega var farið yfir ritun fundargerða.
Lagt fram til kynningar

4.Réttindagæsla fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 201305025Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram tölvubréf frá Velferðarráðuneytinu dags. 3. maí 2013. Í bréfinu eru kynnt lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Hin nýju lög kveða á um skipan sérstakrar réttindavaktar velferðarráðuneytisins, réttindagæslumenn og persónulegir talsmenn fatlaðs fólks. Haustið 2012 bættist mikilvægur kafli við lögin sem fjallar um ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk.
Lagt fram

5.Döff-blaðið - styrktarlínur

Málsnúmer 201305026Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram tölvupóst frá Félagi heyrnarlausra dags. 11. apríl 2013. Félagið óskar eftir styrk við útgáfu Döffblaðsis. Blaðinu verður dreift á opinberar stofnanir, fyrirtækja sem styrkja blöðin, félagsmanna og erlendra samtaka.
Félagsmálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 8000,- krónum tekið af lið 02-80-9145.

6.Starfs- og námsráðgjöf

Málsnúmer 201305027Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram bréf frá Farskólanum dags. 24. apríl 2013. Starfsmönnum sem vinna með fötluðum á Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð er boðið upp á náms- og starfsráðgjöf þeim að kostnaðarlausu. Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra heldur utan um verkefnið en fá starfsráðgjafa Símeyjar í Dalvíkurbyggð með í verkefnið.
Félagsmálaráð lýsir ánægju sinni með þetta framtak.

7.Minnisblað um störf fyrir námsmenn sumarið 2013

Málsnúmer 201304049Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram bréf frá Byggðarráði dags. 18. apríl 2013. Á fundi Byggðarráðs er tekið fyrir bréf frá Vinnumálastofnun þar sem gert er grein fyrir átaksverkefni vegna fjölgunar á störfum í sumar fyrir námsmenn. Óskað var eftir upplýsingum um störf og fjölda þeirra fyrir 22. apríl 2013. Félagsmálastjóri sótti um 10 störf fyrir hönd sveitarfélagsins, en samþykkt voru störf fyrir 5 námsmenn í 2 mánuði fyrir hvern.
Lagt fram

8.Velferðarsjóður Íslenskra barna - Umsóknir fyrir árið 2013

Málsnúmer 201305019Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram tölvubréf frá Velferðarsjóði íslenskra barna dags 23.apríl 2013 en óskar Velferðarsjóður eftir upplýsingum um fjölskyldur sem þyrftu stuðning vegna sumarúrræða. Félagsmálastjóri hefur sótt um fyrir fjölskyldur í sveitarfélaginu.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi