Jóhann Ólafsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 8:42.
Á 642. fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar þann 1. nóvember 2012 var til umræðu endurskoðun á gildandi samþykktum um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar sem þarf að endurskoða fyrir áramót skv. nýjum sveitarstjórnarlögum. Tvær umræður þarf um samþykktirnar í bæjarstjórn.
Ekki lá fyrir enn fyrirmynd að nýjum samþykktum sveitarfélaga frá innanríkisráðuneytinu og var því þessum lið frestað.
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fyrirmynd innanríkisráðuneytisins að samþykktum sveitarfélaga sem og leiðbeiningar ráðuneytisins um ritun fundargerða, sem barst í gær eða 21. nóvember s.l.
Á fundinum var unnið að endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins, fram að VI. kafla.