Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna leiktækja við Árskógarskóla.

Málsnúmer 201306011

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 665. fundur - 06.06.2013

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, sviðstjóra umhverfis- og tæknisvið og garðyrkjustjóra, bréf dagsett þann 4. júní 2013, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 3.000.000 vegna flutnings og niðursetningar leiktækja.

Fram kemur m.a. að reiknað hafði verið með að hægt væri að flytja þau leiktæki sem voru sunnan skólans (stór leiktæki) og nýta undirlag fyrir þau. Heilbrigðiseftirlitið kom á staðinn og benti á að núverandi undirlag og bil milli leiktækja er á undanþágu og því megi ekki færa það til enda fengist svæðið ekki vottað.






Byggðarráð telur mikilvægt að þessi mál verða kláruð en óskar eftir að fá nákvæma kostnaðaráætlun ásamt athugasemdum Heilbrigðiseftirlitsins.  Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta afgreiðslu.

Byggðaráð - 666. fundur - 13.06.2013

Á 665. fundi byggðarráðs þann 6. júní s.l. var tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, sviðstjóra umhverfis- og tæknisvið og garðyrkjustjóra, bréf dagsett þann 4. júní 2013, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 3.000.000 vegna flutnings og niðursetningar leiktækja.

Fram kemur m.a. að reiknað hafði verið með að hægt væri að flytja þau leiktæki sem voru sunnan skólans (stór leiktæki) og nýta undirlag fyrir þau. Heilbrigðiseftirlitið kom á staðinn og benti á að núverandi undirlag og bil milli leiktækja er á undanþágu og því megi ekki færa það til enda fengist svæðið ekki vottað.

Byggðarráð bókaði að það telur mikilvægt að þessi mál verða kláruð en óskaði eftir að fá nákvæma kostnaðaráætlun ásamt athugasemdum Heilbrigðiseftirlitsins.

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 9:40 Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi:
Afrit af bréfi Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsett þann 1. febrúar 2012, varðandi reglubundið eftirlit í Árskógarskóla.
Minnisblað frá skólastjóra Árskógarskóla, sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs og garðyrkjustjóra, dagsett þan 12. júní 2013, er inniheldur umbeðna kostnaðaráætlun. Meðfylgjandi minnisblaðinu eru ábendingar frá Heilbrigðiseftirlitinu, bréf dagsett þann 10. júní 2013, og upplýsingar frá Gúmm+ivinnslunni hf. varðandi lagningu á öryggishellum.

Til umræðu ofangreint erindi og upplýsingar.

Hildur Ösp og Gunnþór viku af fundi kl.10:15.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum  að leggja til viðauka við fjárhagsáætlun  að upphæð kr. 3.000.000 samkvæmt ofangreindu erindi.