Byggðaráð

670. fundur 22. ágúst 2013 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá

1.Frá Landbyggðin lifir; Aðalfundur 2013.

Málsnúmer 201308030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf, dagsett þann 17. ágúst 2013, þar sem boðað er til aðalfundar Landsbyggðin Lifi laugardaginn 31. ágúst 2013 kl. 14:30 á Brúarásskóla í Jökulsárhlíð í Fljótdalshéraði. Sjá nánar á http://landlif.is




Lagt fram.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201308014Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201308016Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201308015Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201308012Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201308013Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga; Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2013.

Málsnúmer 201308008Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 31. júlí 2013, þar sem fram kemur að úthlutað framlag til Dalvíkurbyggðar vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2013 er kr. 57.388.319.

Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2013 er gert ráð fyrir framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna að upphæð kr. 59.155.000. Mismunurinn er því kr. 1.766.681.
Lagt fram.

8.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 - 2017:a) Forsendur með fjárhagsáætlun.b) Tillögur að breytingu á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli, varðandi frávik og umbun, gr. 3.3. og gr. 3.4.

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

Jóhann Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, kom á fundinn undir þessum lið kl. 8:27.

a) Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga (drög) að forsendum með fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 -2017.
b) Með fundarboði byggðarráðs fylgdu tillögur hvað varðar breytingu á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er varðar frávik og umbun, gr. 3.3. og gr. 3.4.

a)  Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi breytingar á forsendum fjárhagsáætlunar eins og þær liggja fyrir:a.1.) Fundaþóknun almennra nefndamanna verði sú hin sama og kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og byggðarráði.a.2.) Áheyrnarfulltrúi í byggðarráði fái 33% álag ofan á fundaþóknun enda hefur áheyrnarfulltrúi ekki skyldu til að mæta á fund.a.3)  Fundaþóknun ungmennaráðs verði 50% af fundaþóknunum kjörinna fulltrúa.a.4)  Fundaþóknanir starfsnefnda sem samþykktar eru af sveitarstjórn verði þær sömu og til kjörinna fulltrúa.a. 5) Kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn og byggðarráði skal halda föstum mánaðarlaunum ef hann er tímabundið forfallaður frá störfum sínum vegna slyss eða veikinda gegn framvísun veikindavottorðs, en þó að hámarki í 6 mánuðib)  Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu hvað varðar grein 3.3. en felur framkvæmdastjórn að yfirfara tillögur hvað varðar grein 3.4.

9.Frá skólastjóra Dalvíkurskóla; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna Dalvíkurskóla og Kátakots.

Málsnúmer 201308025Vakta málsnúmer

a) Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, Gísla Bjarnasyni, bréf dagsett þann 14. ágúst 2013, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsramma Kátakots að upphæð kr. 2.200.000; annars vegar er um að ræða kr. 1.200.000 vegna launakostnaðar og kr. 1.000.000 vegna niðurgreiðslu á dagvistunargjöldum.
b) Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, Gísla Bjarnasyni, bréf dagsett þann 14. ágúst 2013, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla, deild 04-21, að upphæð kr. 2.657.000 vegna veikinda starfsmanna. Fram kemur að í viðauka við fjárhagsáætlun 2013, sem samþykktur var í sveitarstjórn 18. júní s.l., var bætt við kr. 2.000.000 í tekjur vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði, en skólastjóri hefur ekki heimild til að ráðstafa þeim viðbótartekjum án samþykkis byggðarráðs / sveitarstjórnar.






a)  Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á erindinu.

b)  Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila skólastjóra Dalvíkurskóla að ráðstafa aukaframlagi úr Jöfnunarsjóði að upphæð kr. 2.000.000.  Byggðarráð frestar afgreiðslu á erindinu.

10.Frá fjallskilanefnd Árskógsdeildar; Ósk um að 1. göngum í Árskógsdeild verði frestað um eina viku.

Málsnúmer 201308042Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð Fjallskiladeildar Árskógsdeildar, dagsett þann 19. ágúst 2013, þar sem fjallskilanefndin óskar eftir því að 1. göngum í Árskógsdeild verði frestað um eina viku, eða til 13. og 14. september 2013 til samræmis við nágrannasveitarfélagið Hörgársveit og einnig vegna þess hve seint allur gróður var á ferð þetta sumar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu fjallaskiladeildar Árskógsdeildar en að 2. göngur verði óbreyttar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.