Málsnúmer 201308025Vakta málsnúmer
a) Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, Gísla Bjarnasyni, bréf dagsett þann 14. ágúst 2013, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsramma Kátakots að upphæð kr. 2.200.000; annars vegar er um að ræða kr. 1.200.000 vegna launakostnaðar og kr. 1.000.000 vegna niðurgreiðslu á dagvistunargjöldum.
b) Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, Gísla Bjarnasyni, bréf dagsett þann 14. ágúst 2013, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla, deild 04-21, að upphæð kr. 2.657.000 vegna veikinda starfsmanna. Fram kemur að í viðauka við fjárhagsáætlun 2013, sem samþykktur var í sveitarstjórn 18. júní s.l., var bætt við kr. 2.000.000 í tekjur vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði, en skólastjóri hefur ekki heimild til að ráðstafa þeim viðbótartekjum án samþykkis byggðarráðs / sveitarstjórnar.
Lagt fram.