Frá skólastjóra Dalvíkurskóla; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna Dalvíkurskóla og Kátakots.

Málsnúmer 201308025

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 670. fundur - 22.08.2013

a) Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, Gísla Bjarnasyni, bréf dagsett þann 14. ágúst 2013, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsramma Kátakots að upphæð kr. 2.200.000; annars vegar er um að ræða kr. 1.200.000 vegna launakostnaðar og kr. 1.000.000 vegna niðurgreiðslu á dagvistunargjöldum.
b) Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, Gísla Bjarnasyni, bréf dagsett þann 14. ágúst 2013, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla, deild 04-21, að upphæð kr. 2.657.000 vegna veikinda starfsmanna. Fram kemur að í viðauka við fjárhagsáætlun 2013, sem samþykktur var í sveitarstjórn 18. júní s.l., var bætt við kr. 2.000.000 í tekjur vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði, en skólastjóri hefur ekki heimild til að ráðstafa þeim viðbótartekjum án samþykkis byggðarráðs / sveitarstjórnar.






a)  Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á erindinu.

b)  Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila skólastjóra Dalvíkurskóla að ráðstafa aukaframlagi úr Jöfnunarsjóði að upphæð kr. 2.000.000.  Byggðarráð frestar afgreiðslu á erindinu.