Byggðaráð

675. fundur 08. október 2013 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 - 2017:a) Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs.b) Starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

a) Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs.

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Hildur Ösp kynnti tillögu að starfsáætlun sviðssins og tillögu að fjárhagsáætlun samkvæmt fjárhagsrömmum, sjá neðangreint.

Á fundinum voru kynnt jafnframt eftirfarandi gögn:
Bréf frá leikskólastjóra Krílakots og Kátskots varðandi; tölvukaup og nýkaup, skýringar vegna beiðni um viðbót við fjárhagsramma vegna Kátakots, upplýsingar hvað varðar áætlun 2015-2017.
Bréf frá skólastjóra Dalvíkurskóla vegna nýkaupa.
Bréf frá skólastjóra Árskógarskóla vegna nýkaupa.
Skýringar frá sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs með málaflokkum 04 og 05.

Hildur Ösp vék af fundi kl. 10:30.


b) Starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, kynnti tillögu að starfsáætlun sviðssins, starfsáætlun upplýsingafulltrúa og tillögu að fjárhagsáætlun sviðsins, sjá neðangreindan samanburð á fjárhagsrömmum og tillögum:

Málaflokkur 00; um er að ræða drög en ekki endanlega tillögu.
Málaflokkur 28; áætlun þessa málaflokks liggur fyrir síðar samkvæmt fjárhagsáætlunarlíkani.
Málaflokkur 32; Tölvubúnaður skv. endurnýjunaráætlun fyrir Dalvíkurskóla. Áætluð innri leiga að upphæð kr. 261.000 sem kæmi þá til viðbótar við deild 04-21 til gjalda og til tekna inn á málaflokka 31.

Á fundinum voru einnig kynnt eftirfarandi gögn:
Beiðni um nýkaup.
Minnisblað varðandi nýtt símakerfi fyrir Dalvíkurbyggð.
Minnisblað varðandi uppfærslu / nýja heimasíðu fyrir Dalvíkurbyggð.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs