Íþrótta- og æskulýðsráð

63. fundur 09. desember 2014 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014

Málsnúmer 201412043Vakta málsnúmer

Fundurinn hófst á að formaður bauð gesti fundarins velkomna til kjörs á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar. Í framhaldinu fór kosning Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar fram með fulltrúum íþróttadeilda í sveitarfélaginu og kjörnum fulltrúum í íþrótta- og æskulýðsráðs, samkvæmt reglum þar um.
Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir skipulag á lýsingu á kjöri Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar árið 2014. Kjörinu verður lýst fimmtudaginn 8. janúar 2015 kl. 16:00 í Bergi.

2.Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2014

Málsnúmer 201412029Vakta málsnúmer

Teknar voru fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2014. Styrkirnir verða afhentir á hátíðarfundi ráðsins 8. janúar næstkomandi.
a) Skíðafélag Dalvíkur
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Skíðafélagið um 60.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
b) Golfklúbburinn Hamar
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Golfklúbbinn um 80.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
c) Bríet Brá Bjarnadóttir
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Bríeti Brá um 80.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
d) Guðfinna Eir Þorleifsdóttir
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Guðfinnu Eir um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
e) Birta Dís Gunnlaugsdóttir
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Birtu Dís um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
f) Helgi Halldórsson
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Helga um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
g) Axel Reyr Rúnarsson
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Axel Reyr um 80.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
h) Anna Kristín Friðriksdóttir
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Önnu Kristínu um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
i) Arnór Snær Guðmundsson
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Arnór Snæ um 80.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
j) Ólöf María Einarsdóttir
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Ólöfu Maríu um 80.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
k) Júlíana Björk Gunnarsdóttur
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Júlíönu Björk um 30.000 kr. og vísar því á lið 06-80.
l) Sundfélagið Rán
Íþrótta- og æskulýðsráð styrkir einungis vegna ársins 2014 og verður því ekki við þessari umsókn og bendir á að hægt verði að sækja um verkefni sem fram fara árið 2015 að ári.
m) Dagur Atlason
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Dag Atlason um 50.000 kr. vegna Fenris leiklistarverkefnis og vísar því á lið 06-80.

3.Útboð á rekstri tjaldsvæðis

Málsnúmer 201311295Vakta málsnúmer

Á 62. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var útboð á rekstri tjaldsvæðis tekið til umræðu en afgreiðslu frestað.
Íþrótta- og æskulýðsráð telur ekki ástæðu til að bjóða út rekstur tjaldsvæðisins og vill halda rekstri þess óbreyttum a.m.k. eitt ár til viðbótar. Að loknu næsta sumri verður málið tekið upp aftur og metið hvort ástæða þyki að bjóða reksturinn út.

4.Akstur barna í félagsmiðstöð er búa utan Dalvíkur

Málsnúmer 201410298Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir fundi með foreldrum mánudaginn 8. desember. Þar kom fram vilji til að boðið yrði upp á akstur, þó það væri ekki nema í litlu magni. Ef velja þyrfti daga, væri væri það síst föstudagar sem kæmu til greina, frekar mánudaga eða miðvikudaga. Ekki var áhugi fyrir því að foreldrar myndu sjálfir sjá um akstur, þó það væri með fjárstuðningi sveitarfélagsins. Foreldrar tóku jákvætt í að greiða nokkur hundruð krónur fyrir ferðina ef hún yrði í boði.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.Gjaldskrár fræðslu- og menningarsviðs 2015

Málsnúmer 201408049Vakta málsnúmer

Gerðar voru athugasemdir við hækkun á gjaldskrá Víkurrastar, en í gjaldskránni var verið að leiðrétta mismun á klukkustunda leigu sem hefur orðið í gjaldskrá miðað við annað sambærilegt húsnæði.

Íþrótta- og æskulýðsráð stendur við fyrri ákvörðun og ítrekar að um leiðréttingu sé að ræða.

6.Heilsueflandi Samfélag - verkáætlun 2014-15

Málsnúmer 201412056Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti verkáætlun vinnuhóps um heilsueflandi samfélag. Hana má sjá á næstu dögum á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Þar má meðal annars nefna íbúafund með fræðslu um hreyfingu, könnun til fyrirtækja um heilsueflingu og merkingu gönguleiða.

7.Skíðafélag Dalvíkur, framlenging á samstarfssamningi.

Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur sem barst íþrótta- og æskulýðsfulltrúa með rafpósti þann 5.12.2014. Þar kemur fram að Gauti Sigurpálsson sem ráðinn hafði verið svæðisstjóri, hafi sagt sig frá starfinu af persónulegum ástæðum. Skíðafélagið hefur því tekið þá ákvörðun að ráða verkstjóra yfir útisvæði og annan starfsmann tímabundið, sem mun sinna verkefnum svæðisstjóra til vors, þar sem skíðavertíðin er að hefjast. Stjórn skíðafélagsins líst vel á að endurvekja hugmynd um sameiginlegan framkvæmdarstjóra skíða- og golfsvæðis og er félagið tilbúið að skipa í starfsnefnd með Golfklúbbnum til að fara yfir þessi mál og hugsanega ráða sameiginlegan starfskraft frá og með næsta vori.

Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra að gera breytingu á samningi miðað við þær forsendur sem ræddar voru á fundinum.

Þórunn Andrésdóttir vék af fundinn kl. 10:45 til annarra starfa.

8.Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Á fundi Byggðaráðs þann 20.11.2014 var samþykkt að setja saman 6 manna vinnuhóp; 3 fulltrúa frá UMFS og 3 fulltrúa frá Dalvíkurbyggð. Byggðarráð fól íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. Samkvæmt drögum að erindisbréfinu er einn af þessum 6 fulltrúum aðili frá íþrótta- og æskulýðsráði en einnig mun íþrótta- og æskulýðsfulltrúi starfa með hópnum.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og tilnefnir Kristinn Inga Valsson sem fulltrúa ráðsins.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs