Byggðaráð

673. fundur 12. september 2013 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá
Björn Snorrason boðaði forföll sem og varamaður hans Óskar Óskarsson.

1.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Umsókn vegna framkvæmda á lóð Brekkusels og í Böggvisstaðarfjalli.

Málsnúmer 201308004Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Sigurgeir Birgisson, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur, og Jón Halldórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur. Einnig sat fundinn undir þessum lið Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Til umræðu umsókn vegna framkvæmda á lóð Brekkusels og í Böggvisstaðarfjalli, sbr. erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, bréf dagsett þann 31. júlí s.l. sem tekið var fyrir á 341. fundi umhverfisráðs þann 4. september s.l. og eftirfarandi bókað:

Fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur óska Sigurgeir Birgisson framkvæmdastjóri og Jón Halldórsson formaður eftir leyfi til framkvæmda á svæði skíðafélagsins.
Umhverfisráði hafnar framkvæmdum á lið 1 vegna jarðrasks.
Liður 2. Þar sem þessi liður fellur að hluta undir lið 1. ( Jarðrask) óskar ráðið eftir tillögu sem er minni að umfangi.
Liður 3. Frestað til frekari umræðu.
Liður 4. Ráðið hafnar stækkun á bílastæðinu en gerir ekki athugasemd við að olíutankur verði færður.
Liður 5. Samþykkt.
Liður 6. Hafnað ( fellur undir lið 1, jarðrask).
Liður 7. Samþykkt.
Liður 8. Samþykkt.
Liður 9. Hafnað ( fellur undir lið 1, jarðrask ).
Björgvin Hjörleifsson sat hjá við þessa afgreiðslu.

Einnig var til umræðu á fundi byggðarráðs staða mála hvað varðar starfsemi á skíðasvæðinu og rekstur Skíðafélags Dalvíkur.

Sigurgeir og Jón viku af fundi kl. 09:28.
Ofnagreint til umræðu og lagt fram.

2.Frá Ungmennafélagi Svarfdæla; Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík.

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs frá stjórn Ungmennafélags Svarfdæla; Kristján Ólafsson, formaður, Jón Arnar Helgason, Jónína Guðrún Jónsdóttir og Katrín Sigurjónsdóttir formaður barna- og unglingaráðs. Einnig sat Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, fundinn undir þessum lið.

Tekið fyrir erindi frá stjórn UMFS, bréf dagsett þann 3. september 2013, er varðar uppbyggingu á vallarsvæði UMFS á Dalvík. Fram kemur að á stjórnarfundi UMFS var eftirfarandi samþykkt samhljóða:
Stjórn UMFS samþykkir að hefja framkvæmdir við uppbyggingu vallarsvæðis á Dalvíkurvelli skv. fyrirliggjandi tillögum frá Verkís- Gervigrasvöllur áætl. 250 millj.kr. og frjálsíþróttavöllur áætl. 80 millj. kr - framkvæmdakostnaður samtals áætlaður um 330 milljónir króna.

Samþykkið byggir á aðkomu Dalvíkurbyggðar hvað varðar aðstoð við fjármögnun allt að 85% af framkvæmdakostnaði og að langtímasamningi við UMFS vegna afborgana og árlegs rekstrarkostnaðar svæðisins eftir uppbyggingu.

Stjórn UMFS samþykkir að afla styrkja til framkvæmdarinnar sem nemur 15% af framkvæmdakostnaði og samþykkir að allir styrkir umfram 15% fari til niðurgreiðslu framkvæmdalánsins.

Áætluð verklok verði árið 2017 sem gæfi möguleika á að halda Unglingalandsmót UMFÍ á Dalvík það ár og fagna 25 ára afmæli Unglingalandsmótanna en fyrsta unglingalandsmótið var haldið á Dalvík árið 1992.

Stjórn UMFS óskar eftir því við Byggðaráð Dalvíkurbyggðar að tekið verði jákvætt í ofangreint erindi og gert ráð fyrir því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 og næstu ár. Stjórnin lýsir sig reiðubúna til viðræðna við Byggðaráð nú þegar.

Til umræða ofangreint erindi.

Kristján, Jón Arnar, Jónína Guðrún, Katrín og Árni viku af fundi kl. 10:22.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fulltrúar UMFS komi að nýju á fund byggðarráðs þann 26. september 2013 þar sem ofangreint verður áfram til umræðu.

3.Fjárhagsáætlun 2014 -2017; Álagning fasteignagjalda 2014.

Málsnúmer 201309008Vakta málsnúmer

Á 672. fundi byggðarráðs þann 5. september s.l. var eftirfarandi bókað:
Til umræðu forsendur vegna álagningar fasteignagjalda fyrir árið 2014 vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2014-2017.

Fram komu nokkrar hugmyndir sem verða skoðaðar áfram.
Ofangreint til umræðu.

4.Frá garðyrkjustjóra; Listaverkið Aldan.

Málsnúmer 201309028Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá garðyrkjustjóra, bréf dagsett þann 6. september 2013, er varðar listaverkið Ölduna. Fram kemur að garðyrkjustjóri hefur verið í viðræðum við fulltrúa eigenda listaverksins, bæði um staðsetningu og kostnað, en hægt er að leysa uppsetninguna á bæði ódýran og smekklegan hátt.

Lengi vel hefur verið rætt um að vel færi á því að koma listaverkinu fyrir á grænu tungunni milli Hafnarbrautar og Goðabrautar, utan við runnana. Hugmyndin er að þar verði sett undir listaverkið stórgrýti sem valið er og fengið úr höfninn á Dalvík. Síðan yrði kösturum komið fyrir á tveimur ljósastaurum sem fyrir eru. Ef grjótið fæst ókeypis þá er annar kostnaður við uppsetningu áætlaður kr. 400.000. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggð leggi kr. 200.000 til verksins á móti kr. 200.000 frá Sparisjóði Norðurlands. Markmiðið er að koma verkinu upp nú í haust.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreint erindi og vísar kostnaði að upphæð kr. 200.000 á deild 05-58; kaup og viðhald listaverka.

5.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Fjármálaráðstefna 2013.

Málsnúmer 201309035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 10. september 2013, þar sem fram kemur að fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2013 verður haldin dagana 3. og 4. október n.k. á Hiltion Reykjavík Nordica hóteli. Skráningu lykur mánudaginn 30. september n.k.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að samkvæmt venju sæki byggðarráð, áheyrnarfulltrúi, sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs ráðstefnuna.

6.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Ágóðahlutagreiðsla 2013.

Málsnúmer 201309040Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags íslands, dagsett þann 6. september 2013, þar sem fram kemur að hlutdeild Dalvikurbyggðar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,684% og greiðsla ársins þann 15. október n.k. verður hlutfall af kr. 150 milljónum eða kr. 2.526.000.

Í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir ágóðahlutagreiðslu að upphæð kr. 1.684.000.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.