Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs frá stjórn Ungmennafélags Svarfdæla; Kristján Ólafsson, formaður, Jón Arnar Helgason, Jónína Guðrún Jónsdóttir og Katrín Sigurjónsdóttir formaður barna- og unglingaráðs. Einnig sat Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, fundinn undir þessum lið.
Tekið fyrir erindi frá stjórn UMFS, bréf dagsett þann 3. september 2013, er varðar uppbyggingu á vallarsvæði UMFS á Dalvík. Fram kemur að á stjórnarfundi UMFS var eftirfarandi samþykkt samhljóða:
Stjórn UMFS samþykkir að hefja framkvæmdir við uppbyggingu vallarsvæðis á Dalvíkurvelli skv. fyrirliggjandi tillögum frá Verkís- Gervigrasvöllur áætl. 250 millj.kr. og frjálsíþróttavöllur áætl. 80 millj. kr - framkvæmdakostnaður samtals áætlaður um 330 milljónir króna.
Samþykkið byggir á aðkomu Dalvíkurbyggðar hvað varðar aðstoð við fjármögnun allt að 85% af framkvæmdakostnaði og að langtímasamningi við UMFS vegna afborgana og árlegs rekstrarkostnaðar svæðisins eftir uppbyggingu.
Stjórn UMFS samþykkir að afla styrkja til framkvæmdarinnar sem nemur 15% af framkvæmdakostnaði og samþykkir að allir styrkir umfram 15% fari til niðurgreiðslu framkvæmdalánsins.
Áætluð verklok verði árið 2017 sem gæfi möguleika á að halda Unglingalandsmót UMFÍ á Dalvík það ár og fagna 25 ára afmæli Unglingalandsmótanna en fyrsta unglingalandsmótið var haldið á Dalvík árið 1992.
Stjórn UMFS óskar eftir því við Byggðaráð Dalvíkurbyggðar að tekið verði jákvætt í ofangreint erindi og gert ráð fyrir því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 og næstu ár. Stjórnin lýsir sig reiðubúna til viðræðna við Byggðaráð nú þegar.
Til umræða ofangreint erindi.
Kristján, Jón Arnar, Jónína Guðrún, Katrín og Árni viku af fundi kl. 10:22.