Á 682. fundi byggðarráðs þann 14. nóvember 2013 samþykkti byggðarráð samhljóða með 3 atkvæðum tillögu til sveitarstjórnar hvað varðar álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2014.
Á 251. fundi sveitarstjórnar þann 19. nóvember 2013 var afgreiðslu á ákvörðun sveitarstjórnar vegna álagningar fasteignaskatts- og fasteignagjalda 2014 frestað þar sem sveitarstjórnar samþykkti í upphafi fundar að endurskoða þjónustugjaldskrár fyrir árið 2014.
Á 252. fundi sveitarstjórnar þann 3. desember s.l. voru til umfjöllunar og afgreiðslu meðal annarra gjaldskrár vegna sorphirðu, gjaldskrá fráveitu Dalvíkurbyggðar og gjaldskrá vatnsveitu Dalvíkur og voru þær samþykktar samhljóða.
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgir tillaga að álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu fyrir árið 2014 sem hér segir:
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A-skattflokkur
Fasteignaskattur A 0,49% af fasteignamati húss og lóðar (var 0,47%).
Fasteignagjöld stofnana: B-skattflokkur
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt).
Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis: C-skattflokkur
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt
Lóðarleiga
Lóðarleiga íbúðahúsalóða 1,28% af fasteignamati lóðar (var 1,50%).
Lóðarleiga atvinnulóða 2,90 % af fasteignamati lóðar (óbreytt).
Lóðarleiga ræktarlands 3,00% af fasteignamati lóðar (óbreytt).
Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu talsins og eru gjöldin innheimt frá 5. febrúar til 5. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.
Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.