Tekið fyrir erindi frá garðyrkjustjóra, bréf dagsett þann 6. september 2013, er varðar listaverkið Ölduna. Fram kemur að garðyrkjustjóri hefur verið í viðræðum við fulltrúa eigenda listaverksins, bæði um staðsetningu og kostnað, en hægt er að leysa uppsetninguna á bæði ódýran og smekklegan hátt.
Lengi vel hefur verið rætt um að vel færi á því að koma listaverkinu fyrir á grænu tungunni milli Hafnarbrautar og Goðabrautar, utan við runnana. Hugmyndin er að þar verði sett undir listaverkið stórgrýti sem valið er og fengið úr höfninn á Dalvík. Síðan yrði kösturum komið fyrir á tveimur ljósastaurum sem fyrir eru. Ef grjótið fæst ókeypis þá er annar kostnaður við uppsetningu áætlaður kr. 400.000. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggð leggi kr. 200.000 til verksins á móti kr. 200.000 frá Sparisjóði Norðurlands. Markmiðið er að koma verkinu upp nú í haust.