Umhverfisráð

242. fundur 11. september 2013 kl. 16:15 - 19:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Baldur Snorrason Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
  • Ólafur Ingi Steinarsson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Skýrsla Garðyrkjustjóra lögð fram og kynnt.

Málsnúmer 201309030Vakta málsnúmer

Á fundinn mætir Jón Arnar Sverrisson og fer yfir skýrslu garðyrkjustjóra 2013.
Umhverfisráð þakkar garðyrkjustjóra fyrir greinargóða yfirferð á málefnum vinnuskólans. Ráðið leggur til að þar sem úthlutað hefur verið úr plötusjóði hitaveitu Dalvíkur í 10 ár verði tekið saman umfang ræktunarinnar á þessum árum. Það sem þetta er síðasti fundur Jóns Arnars vill umhverfisráð þakka honum gott samstarf á undanförnum árum.

2.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201309013Vakta málsnúmer

Fyrir hönd eiganda óskar Kristján Eldjárn Hjartarsson eftir byggingarleyfi fyrir sólskála við Sunnubraut 2, Dalvík.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þó með þeim fyrirvara að kröfum um eldvarnir sé uppfyllt.

3.Ábending um framkvæmdir fyrir árið 2014

Málsnúmer 201308076Vakta málsnúmer

Sigurgeir Birgisson sendir inn ábendingar til umhverfisráðs um að nota grunn af gamla skíðaskálanum (hólnum)sem áningarstað fyrir víðsjá ofl.
Umhverfisráði lýst vel á hugmyndir Sigurgeirs varðandi víðsjá og áningarstað og felur byggingarfulltrúa að gera kosnaðaráætlun fyrir framkvæmdunum til framlagningar á fjárhagsáætlun 2014.

4.Íbúðir fyrir aldraða við Dalbæ.

Málsnúmer 201309019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Umhverfisráði lýst vel á hugmyndina um íbúðir fyrir aldraða, en leggur áherslu á að ekki verði gengið um of  á það útvistarsvæði sem er í lágini. Ráðið felur byggingarfulltrúa að óska eftir fjármagni til deiliskipulagningar svæðisins og í framhaldi af því setja vinnu við deiliskipulag í gang. Ráðið leggur áherslu á að fyrirhugaðar framkvæmdir verði unnar í góðri sátt við aðliggjandi íbúðaeigendur.

5.Tröppur við ferjubryggju á Árskógssandi

Málsnúmer 201302047Vakta málsnúmer

Innkomið erindi frá Antoni Má Steinarssyni vegna göngustígs frá hafnarsvæði að bílastæðum á Árskógsandi.
Umhverfisráð tekur vel í erindið og felur byggingarfulltrúa að leita samstarfs við vegagerðina um framkvæmdina.

6.Beiðni um úrbætur

Málsnúmer 201209003Vakta málsnúmer

Innkomið erindi frá Hafþóri Gunnarssyni eiganda Hringtúns 21 á Dalvík vegna fullnaðar frágangs gatnagerðar.
Umhverfisráð leggur til að tillaga byggingarfulltrúa um kantstein og gangstétt verði framkvæmd í haust.

7.Gullbringa breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2010-2020

Málsnúmer 201306010Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, dagsett 26.07.2013, þar sem fara þarf með breytinguna skv. 1. mg 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun skv. 1. m.gr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan hefur verið auglýst skv. sömu grein í fréttablaðinu þann 29.07.2013.

8.Deiliskipulag í landi Gullbringu, Svarfaðardal.

Málsnúmer 201303083Vakta málsnúmer

Deiliskipulag í landi Gullbringu, lagt fram til staðfestingar.

Umhverfisráð samþykkir tillögu og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Listaverkið Aldan

Málsnúmer 201309028Vakta málsnúmer

Innkomið erindi frá garðykjustjóra Dalvíkurbyggðar um nýja staðsetningu fyrir listaverkið Ölduna á horninu norðan við " Bárubúð ".
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við staðsetningu með fyrirvara um samþykki lögreglu.

10.Fjárhagsáætluln 2014; viðhald á Húsabakka

Málsnúmer 201308044Vakta málsnúmer

Óskir um endurbætur og viðhald á Húsabakka 2014.
Umhverfisráð felur umsjónarmanni fasteigna að forgangsraða þeim verkefnum sem fjárveitingar fást til.Ráðið vill vekja athygli á því að sveitarfélagið leggi ekki fjármuni til að uppfylla kröfur sem falla að rekstri leigutaka ( eins og fram kemur í leigusamningi).

11.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201307082Vakta málsnúmer

Innkomið erindi frá húseigendum Hólvegar 19, Dalvík vegna fjárhagsáætlunar 2014.
Umhverfisráð tekur vel í erindið varðandi gangstétt og gangbraut og setur verkefnið á framkvæmdarlista 2014. Að öðru leyti þakkar ráðið góðar ábendingar.

12.Umræða Umhverfisnefndar vegna fjárhagsáætlunar 2014

Málsnúmer 201308079Vakta málsnúmer

Til umræðu framkvæmdalisti fyrir 2014 og eins starfsáætlun fyrir 2014.
Ráðið lagði drög að framkvæmdalista fyrir árið 2014 og starfsáætlun 2014 undirbúin til fullnaðarafgreiðslu í næstu viku.Rætt sandfokið við Martröð og lögð áhersla á að hraða vinnslu að varanlegri lausn.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Baldur Snorrason Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
  • Ólafur Ingi Steinarsson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs