Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað, tekið saman af sveitarstjóra, hvað varðar þann möguleika að byggðar verði íbúðir fyrir aldraða með þátttöku Búseta eða Búmanna. Vísað er til þess að á árinu 2008 voru Tréverk og Búseti á Norðurlandi komnir í viðræður um þann möguleika að byggja kaupleiguíbúðir fyrir aldraða og ef til vill tengja þær Dalbæ með einhverjum hætti. Af ýmsum ástæðum féllu viðræður niður en 3. september s.l. var haldinn fundur fulltrúa Dalvíkurbyggðar, Tréverks og Dalbæjar. Fram kom að áhugi er óbreyttur á verkefninu.
Til umræðu ofangreint.
Börkur vék af fundi kl. 10:49.