Byggðaráð

801. fundur 20. október 2016 kl. 13:00 - 16:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2017; Frá Gísla, Eiríki og Helga ehf.; Sigtún og Ungó.

Málsnúmer 201609017Vakta málsnúmer

Frestað.

2.Framkvæmdir á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar og í Ráðhúsi Dalvíkur vegna öryggismála.

Málsnúmer 201610067Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillögur að breytingum á húsnæði Skrifstofa Dalvíkurbyggðar ásamt drög að kostnaðaráætlun.



Til umræðu ofangreint.



Börkur Þór vék af fundi kl. 14:13.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020; allt sem út af stendur.

Málsnúmer 201605147Vakta málsnúmer

a) Veitu- og hafnasvið- breytingar eftir fund.



Farið var yfir starfsáætlun veitu- og hafnasviðs ásamt framkvæmdaáætlun eftir breytingar og leiðréttingar frá fundi veitu- og hafnaráðs þann 20.10.2016.



b) Listi yfir nýkaup.



Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit yfir beiðnir frá stjórnendum um nýkaup vegna fjárhagsáætlunar 2017.



c) Beiðni um breytingar á römmum.



Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit yfir beiðnir um breytingar á fjárhagsrömmum skv. vinnubókun fyrir áætlun 2017.



d) Húsnæðismál málaflokks 06, flutningar á leigu Eignasjóðs.



Vísað er í fund byggðaráðs frá 19.10.2016.





e) Annað sem út af stendur.



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka út kr. 500.000 út af framkvæmdum vatnsveitu og hitaveitu vegna frístundasvæðis, alls kr. 1.000.000, vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017.



b) Listi yfir nýkaup.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum lista vegna nýkaupa til fjárhagsáætlunar 2017 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.





c) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða ramma.



d) Frestað.



e)

Framkvæmdir frá umhverfis- og tæknisviði.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta framkvæmdum við veginn að Framnesi sem og framkvæmdum á frístundasvæðinu á Hamri. Vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2021.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að sækja um sjóvörn til ríkisins vegna vegar að Framnesi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kr. 4.209.000 sem eftir standa fari þá í gatnakerfi og/eða gangstéttar þar sem brýnast er talin þörf á.



Viðhald Eignasjóðs.

Lögð fram uppfærð viðhaldsáætlun frá fundi byggðaráðs þann 19.10.2016. Áætlað viðhald 43,0 m.kr.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri viðhaldsáætlun til gerðar starfs- og fjárhagsáætlun 2017.

4.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar; tillögur fyrir árið 2017.

Málsnúmer 201609127Vakta málsnúmer

Frestað.

5.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsókn um rekstrarleyfi - Höfði gistihús.

Málsnúmer 201609135Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett 27.09.2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Zophaníasar Antonssonar, kt. 220546-2769, fyrir hönd GHD ehf, kt. 691215-0750, hvað varðar endurnýjun og breytingu á rekstrarleyfi til sölu gistingar í sumarbústað og tveimur gistihúsum í Höfða; flokkur II.

Rekstrarleyfi gististaður: flokki: II.



Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingafulltrúa.



Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um afgreiðslu slökkviliðsstjóra.

6.Frá Greiðri leið ehf; Árleg aukning hlutafjár í Greiðri leið ehf.

Málsnúmer 201610028Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir erindi frá Greiðri leið ehf., bréf dagsett þann 4. október 2016, þar sem óskað er eftir að hluthafar falli frá forkaupsrétti á 1,1 m.kr. og staðfesti það ekki síðar en 1. nóvember n.k. Einnig er óskað eftir að hluthafar nýti sér sinn forkaupsrétt í samræmi við meðfylgjandi gögn hvað varðar þær 38,9 m.kr. sem eftir standa. Hlutafjáreign Dalvíkurbyggðar er að nafnvirði 78.334 eða 0,04% og forkaupsrétturinn er því kr. 15.763. Óskað er eftir að tilkynning um nýtingu á áskriftarrétti og greiðsla berist eigi síðar en 1. nóvember 2016.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að nýta sér ekki forkaupsréttinn að 1,1 m.kr.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að nýta sér forkaupsrétt sinn að upphæð kr. 15.763.

7.Frá Eyþingi; Aðalfundur Eyþings 2017

Málsnúmer 201610031Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Eyþingi, dagsett þann 6. október 2016, þar sem boðað er til aðalfundar 11. og 12. nóvember n.k. í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn.



Aðalmenn f.h. Dalvíkurbyggðar Varamenn:




Heiða Hilmarsdóttir

Íris Hauksdóttir


Bjarni Th. Bjarnason

Pétur Sigurðsson


Lilja Björk Ólafsdóttir

Gunnþór E Gunnþórsson

Kristján E Hjartarson

Valdís Guðbrandsdóttir

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:35.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs