Byggðaráð

803. fundur 03. nóvember 2016 kl. 13:00 - 15:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans, Heiða Hilmarsdóttir, mætti í hans stað.

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020; frumvarp til sveitarstjórnar til fyrri umræðu.

Málsnúmer 201605147Vakta málsnúmer

Á fundinum var lögð fram tillaga að frumvarpi að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu, eins og hún liggur fyrir, að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.



Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þá á byggðaráð eða framkvæmdastjóri að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun til sveitarstjórnar í síðasta lagi 1. nóvember ár hvert. Vegna tæknilegra vandkvæða í áætlunarkerfum þá reyndist það ekki unnt að þessu sinni og hefur sveitarstjóri sent innanríkisráðuneytinu tilkynningu um það. Fyrri umræða í sveitarstjórn fer fram þriðjudaginn 8. nóvember n.k.

2.Útboð vátrygginga 2016;samningsdrög við VÍS

Málsnúmer 201604054Vakta málsnúmer

Á 284. fundi sveitarstjórnar þann 18. október s.l. var samþykkt samhljóða tillaga byggðaráðs að ganga til samninga við VÍS að undangengnu útboði.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og VÍS um vátryggingarvernd.



Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að ofangreindum samningi eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tillögu frá framkvæmdastjórn hvað varðar tengilið Dalvíkurbyggð vegna forvarna og öryggismála.

3.Stöðumat janúar - september 2016; skil frá stjórnendum.

Málsnúmer 201610045Vakta málsnúmer

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat á starfs- og fjárhagsáætlun janúar-september 2016.



Á fundinum voru einnig til umræðu eftirfarandi gögn sem fylgdu einnig fundarboði:

*Samanburður bókhalds við fjárhagsáætlun janúar - september, niður á deildir.

*Samanburður bókhalds við fjárhagsáætlun janúar- september, niður á lykla.

*Viðhald Eignasjóðs, bókuð staða 2.11.2016 í samanburði við fjárhagsáætlun.

*Staðgreiðsla 2016, samanburður á milli áranna 2015 og 2016 vegna janúar - september.

*Upplýsingar um framlög Jöfnunarsjóðs árið 2016 í samanburði við fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2016.



Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs