Byggðaráð

802. fundur 27. október 2016 kl. 13:00 - 15:21 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar og í Ráðhúsi Dalvíkur vegna öryggismála.

Málsnúmer 201610067Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 13:00.



Á 801. fundi byggðaráðs þann 20. október s.l. var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillögur að breytingum á húsnæði Skrifstofa Dalvíkurbyggðar ásamt drög að kostnaðaráætlun. Til umræðu ofangreint. Börkur Þór vék af fundi kl. 14:13.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum ."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga #2 að útfærslu.



Til umræðu ofangreint.



Ingvar vék af fundi kl. 13:24.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í framkvæmdir skv. tillögu #1 með þeim breytingum sem um hefur verið rætt. Byggðaráð felur sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að skoða hvort og/eða hvaða svigrúm er innan fjárhagsramma Eignasjóðs vegna viðhalds 2016.

Byggðaráð leggur áherslur á að farið verði í þessar breytingar sem allra fyrst.

2.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Snjómokstur 2016, beiðni um viðauka.

Málsnúmer 201602098Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 7. október s.l. þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2016 að upphæð kr. 12.000.000 vegna snjómoksturs, liður 10600-4948.



Um er að ræða viðauka nr. 30/2016.



Heimild á fjárhagsáætlun 2016 á deild 10600 er kr. 16.263.000 og er bókfærð staða nú kr. 16.605.528. Þarf af er liður 10600-4948 kr. 14.000.000 skv. fjárhagsáætlun en bókfærð staða er rk. 14.830.564.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 30/2016, vísað á lið 10600-4948 í fjárhagsáætlun 2016. Ráðstöfun á móti þessari hækkun er lækkun á handbæru fé og lækkun á rekstrarniðurstöðu aðalsjóðs.



3.Frá Náttúrusetrinu á Húsabakka ses.; Ósk um endurnýjun á samningi við Náttúrusetur á Húsabakka

Málsnúmer 201609088Vakta málsnúmer

Á 793. fundi byggðaráðas þann 29. september s.l. var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka, bréf dagsett þann 19. september 2016, þar sem Hjörleifur Hjartarson óskar eftir því við Dalvíkurbyggð að endurnýja samning frá 20. maí 2014 við Náttúrusetur á Húsabakka, kt. 661109-0330, um umsjón og rekstur Friðlands Svarfdæla. Til umræðu ofangreint. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sínum með Umhverfisstofnun þann 21. september s.l. um Friðland Svarfdæla og tengd mál.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. "

Með erindi dags. 19. september 2016 hefur Hjörleifur Hjartarson f.h. Náttúruseturs ses. óskað eftir endurnýjun á samningi Dalvíkurbyggðar og Náttúruseturs ses. frá 20. maí 2014 um umsjón og rekstur Friðlands Svarfdæla. Samningurinn rann út í maí sl.



Með hliðsjón af umsögn Umhverfisstofnunar vegna samningsins, dags. 3. október 2016, getur byggðaráð ekki framlengt samninginn í óbreyttri mynd. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að boða stofnaðila Náttúruseturs ses. á fund við fyrsta tækifæri til að ræða framtíðar rekstur Náttúruseturs ses.



4.Frá Þjóðskrá; Alþingiskosningar 2016,varðar kjörskrá

Málsnúmer 201609002Vakta málsnúmer

Á 284. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 18. október s.l. samþykkti sveitarstjórn að veita byggðaráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 29. október 2016 í samræmi við 27. gr. kosningalaga.



Fyrir fundinum liggja tvær tillögur að breytingum á kjörská skv. gögnum frá Þjóðskrá.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tvær breytingar á kjörskrá og breytingar á framlögðum kjörskrárstofni frá fundi sveitarsjórnar.



Fjöldi kjósenda á kjörskrá er óbreyttur,eða 1.320.

5.Frá Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð; Samvinna byggðaráðs og eldri borgara

Málsnúmer 201610060Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð, dagsett þann 17. október 2016, þar sem fram kemur að á haustfundi félagsins þann 14. október s.l. var samþykkt að kjósa þriggja manna nefnd til að annast samskipti hvað varðar samstarf Félags eldri borgara við Dalvíkurbyggð í stað þess að stofna sérstakt Öldungaráð.



Eftirtaldir voru kosnir í nefndina:

Kolbrún Pálsdóttir.

Helgi Björnsson.

Þorgerður Sveinbjarnardóttir.



Til vara:

Helga Mattína Björnsdóttir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi við Félag eldri borgara hvað varðar samráðsvettvang með byggðaráði ásamt sviðsstjóra félagsmálasviðs. Fyrsti fundur yrði haldinn fyrir jól.

6.Öldungarráð

Málsnúmer 201509033Vakta málsnúmer

Á 778. fundi byggðaráðs þann 26. maí s.l. var m.a. eftirfarandi bókað:

"Í samræmi við umræður á fundinum þá samþykkir byggðaráð samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að falla frá hugmyndum um sérstakt Öldungaráð. Þess í stað hittu fulltrúar eldri borgara (3 fulltrúar) í Dalvíkurbyggð byggðaráð á fundum, t.d. í mars og í september ár hvert. Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi í samræmi við ofangreint."
Byggðaráð vísar í mál 201610060 hér að ofan. Lagt fram.

7.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Ágóðahlutagreiðsla.

Málsnúmer 201602124Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 27. september 2016, þar sem tilkynnt er að ágóðahlutagreiðsla til Dalvíkurbyggðar er kr. 842.000 fyrir árið 2016.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá Leiðtogaþjálfun ehf; Tilboð vegna þjálfunar stjórnenda Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201610029Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá DaleCarnegie þjálfun, dagsett þann 6. otkóber 2016, er varðar tilboð vegna þjálfunar stjórnenda Dalvíkurbyggðar.



Lagt fram.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201610056Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201610057Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201610015Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

12.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201609132Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

13.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201610043Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

14.Frá Eyþingi; Fundargerðir 2016 nr. 285 og nr. 286

Málsnúmer 201602006Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Eyþings nr. 285 og nr. 286.



Fundi slitið - kl. 15:21.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs