Frá Þjóðskrá Íslands; Alþingiskosningar 2016; kjörskrá.

Málsnúmer 201609002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 797. fundur - 13.10.2016

Á fundi byggðaráðs var lagður fram kjörskrástofn vegna kosninga til Alþingis 29. október 2016, sbr. rafpóstur frá Þjóðskrá Íslands dagsettur þann 28. september 2019.

Á kjörskrá eru 1.320, 676 karlar og 644 konur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum kjörskrá eins og hún liggur fyrir og felur sveitarstjóra að undirrita áður en hún verður lögð fram , eigi síðar en miðvikudaginn 19. október n.k.

Byggðaráð - 802. fundur - 27.10.2016

Á 284. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 18. október s.l. samþykkti sveitarstjórn að veita byggðaráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 29. október 2016 í samræmi við 27. gr. kosningalaga.



Fyrir fundinum liggja tvær tillögur að breytingum á kjörská skv. gögnum frá Þjóðskrá.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tvær breytingar á kjörskrá og breytingar á framlögðum kjörskrárstofni frá fundi sveitarsjórnar.



Fjöldi kjósenda á kjörskrá er óbreyttur,eða 1.320.