Á 770. fundi byggðaráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, bréf dagsett þann 22. febrúar 2016, þar sem auglýst er eftir umsóknum í styrktarsjóð EBÍ. Hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn og umsóknarfresturinn rennur út í lok apríl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í framkvæmdastjórn og felur framkvæmdastjórn að koma með tillögu um eitt verkefni sem ætti að sækja um".
Niðurstaða framkvæmdastjórnar var að sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs og fræðslu- og menningarsviðs ákveði í sameiningu um hvaða eitt verkefni á að sækja fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að umsókn til EBÍ vegna göngubrú yfir Svarfaðardalsá í Friðlandi Svarfdæla.
Kostnaðaráætlun er kr. 5.328.000 og gert er ráð fyrir að Dalvíkurbyggð fjármagni beint kr. 2.388.000. Framkvæmdartími sumarið 2016.
Hlynur vék af fundi kl. 13:38.