Málsnúmer 201603050Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.
Á 770. fundi byggðaráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Laufeyju Eiríkisdóttur, rafbréf dagsett þann 8. mars 2016, þar fram kemur að þau íbúar í Árskógi lóð 1, Laufey Eiríksdóttir og Emil Björnsson, munu ekki nýta sér forkaupsrétt samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar þar um. Óska þau eftir að hafa húsið til leigu allt að næstu áramótu, þ.e. 2016-2017 eða þar til þau hafa náð að gera ráðstafanir til að finna annað húsnæði. Á fundi byggðaráðs þann 8. maí 2014 var eftirfarandi bókað og samþykkt: "Tekið fyrir erindi frá Emil Björnssyni, rafpóstur dagsettur þann 5. maí 2014, þar sem Laufey Eiríksdóttir og Emil Björnsson óska eftir að leigusamningur um íbúðina í Árskógi lóð 1 verði framlengdur til 1. júní 2016 en samningurinn rennur út um næstu áramót.Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi á þeim forsendum að sambærilegum erindum hefur verið nýlega hafnað."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Laufeyju Eiríksdóttur, dagsettur þann 12. apríl 2016, þar sem fram kemur að Laufey hefur ákveðið að segja upp starfi sínu sem forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns þannig að hún láti af störfum um áramótin 2016/2017. Með hliðsjón af því ítrekar Laufey beiðni sína um að fá að leigja húsnæðið í Árskógi lóð 1, fram að þeim tíma.
Til umræðu ofangreint.