Veitu- og hafnaráð

51. fundur 17. ágúst 2016 kl. 07:30 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Bjarni Th. Bjarnason og Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson boðuðu forföll.

1.Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 201606127Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 23. júní 2016, er vakin athygli á 6. gr. reglugerðar nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum en þar kemur fram að hafnaryfirvöld skulu gera áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Í reglugerðinni kemur fram að endurskoða skal áætlunina á þriggja ára fresti sem og eftir meiriháttar breytingar á rekstri hafnarinnar. Vakin er athygli á því að Umhverfisstofnun staðfestir áætlun um meðhöndlun og móttöku úrgangs og farmleifa. Í bréfinu kemur fram að komið er að því að endurskoða áætlun hafna Dalvíkurbyggðar, um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum sem staðfest var af Umhverfisstofnun 14. janúar 2014.
Veitu- og hafnaráð felur sviðstjóra og yfirhafnaverði að skila inn tillögu að endurskoðaðri áætlun til ráðsins fyrir nóvember nk..

2.Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2017.

Málsnúmer 201608017Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja tillögur að breytingum á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar sem taka mun gildi 1. janúar 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum, eftir því sem við á, samkvæmt:

1. byggingarvísitölu frá september 2015 til ágúst 2016, eða um 2,812%

2. launabreytingum samkvæmt kjarsamningi um 15%.

3. breytingu á gjaldskrálið raforkusölu 0,8%.
Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu framlagðrar gjaldskrár og felur sviðsstjóra að afla frekari gagna.

3.Fjárhagsáætlun 2017, undirbúningsvinna

Málsnúmer 201606019Vakta málsnúmer

Á 12. fundi Stjórnsýslunefndar var lagður fram tímarammi við gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2017. Auk þess voru kynntar tillögur að niðurskurði í rekstri hjá öllum málaflokkum og B - hluta fyrirtækjum sveitarfélagsins.

Á 49. fundi veitu- og hafnaráðs fól ráðið sviðsstjóra og formanni að vinna að tillögum sem verða lagðar fyrir ráðið.

Nú liggja þær fyrir ráðinu til umfjöllunar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagðar tillögur og felur sviðsstjóra að koma þeim til byggðarráðs.

4.Deiliskipulag Skáldalæk-Ytri

Málsnúmer 201606032Vakta málsnúmer

Til kynningar skipulagslýsing móttekin dags. 9. júní 2016 vegna deiliskipulags fyrir jörðina Skáldalæk ytri, en eftir landskipti eru áform um að vinna deiliskipulag fyrir fjögur frístundahús á þessum reit.

Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um skipulagslýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Veitu- og hafnaráð gerir engar athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu.

5.Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar 2017.

Málsnúmer 201608020Vakta málsnúmer

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2016. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til ágúst 2016, eða um 2,812%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

6.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2017.

Málsnúmer 201608019Vakta málsnúmer

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til ágúst 2016, eða um 2,812%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

7.Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2017.

Málsnúmer 201608018Vakta málsnúmer

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til ágúst 2016, eða um 2,812%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs