Með bréfi sem dagsett er 23. júní 2016, er vakin athygli á 6. gr. reglugerðar nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum en þar kemur fram að hafnaryfirvöld skulu gera áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Í reglugerðinni kemur fram að endurskoða skal áætlunina á þriggja ára fresti sem og eftir meiriháttar breytingar á rekstri hafnarinnar. Vakin er athygli á því að Umhverfisstofnun staðfestir áætlun um meðhöndlun og móttöku úrgangs og farmleifa. Í bréfinu kemur fram að komið er að því að endurskoða áætlun hafna Dalvíkurbyggðar, um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum sem staðfest var af Umhverfisstofnun 14. janúar 2014.