Málsnúmer 201801091Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum lá fundargerð 401. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Fundurinn var haldinn mánudaginn 26. febrúar kl. 11:30 2018, í fundarsalnum Hlaðbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.
Sviðsstjóri vill vekja athyli á 6. lið fundargerðarinnar þar sem fjallað er um minnisblað Jóns Þorvaldssonar aðstoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna, dags. 29. nóvember 2017, um varp dýpkunarefna í sjó og umfjöllun Umhverfisstofnunar um málsmeðferð skv. reglum útgefnum í desember 2016.
Hægt er að lesa minnisblaðið, sem er fylgiskjal undir málinu.