Fjárhagsáætlun 2017, undirbúningsvinna

Málsnúmer 201606019

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 49. fundur - 07.06.2016

Á 12. fundi Stjórnsýslunefndar var lagður fram tímarammi við gerðar fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2017. Auk þess voru kynntar tillögur að niðurskurði í rekstri hjá öllum málaflokkum og B - hluta fyrirtækjum sveitarfélagsins.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra og formanni að vinna að tillögum sem verða lagðar fyrir ráðið.

Veitu- og hafnaráð - 50. fundur - 29.06.2016

Með bréfi frá 2. júní 2016 sem ber innganginn "Starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar leiðir til að hagræða, auka skilvirkni og minnka útgjöld" Þar eru tilgreind markmið í nokkrum liðum, síðan er óskað eftir því að eða eins og fram kemur að í umræddu bréfi:

"Sviðsstjórar, stjórnendur og fagráð fari yfir í hverjum málaflokki og deild eftir því sem við á hvað í þjónustu sveitarfélagsins fellur undir lögbundna þjónustu, grunnþjónustu og valkvæða þjónustu og taki saman yfirlit hvaða verkefni sveitarfélagið mætti leggja af.

Að fundnar verði leiðir til að hagræða í rekstri án þess að skerða þjónustu.

Ef ekki er hægt að auka hagræði í rekstri án þess að minnka þjónustustigið þá þurfa að koma raunhæfar tillögur.

Sviðsstjórar, stjórnendur og fagráð skuli gera tillögur um niðurskurð í rekstri málaflokka og deilda um 6,5% miðað við reglulega starfsemi, þ.e.“ einskiptisverkefni“ eru ekki hluti af reglulegri starfsemi og þarf því að taka út fyrir sviga. Leiga til Eignasjóðs er ekki liður sem hægt er að horfa til.

Miðað skal við rekstrarniðurstöður ársins 2015, sjá nánar Fylgisjal I."

Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var formanni og sviðstjóra falið að koma með tillögur svo hægt væri að mæta þeim markmiðum sem fram koma hér að framan.

Á fundinum var farið yfir ýmsar hugmyndir og tillögur.

Veitu- og hafnaráð leggur til við byggðarráð að í stað þess að setja niðurskurðarkröfu á B hluta fyrirtæki sveitarsjóðs verði sett á þau ákeðin framlegðarkrafa. Rekstur þessara fyrirtækja og þá sérstaklega Hafnasjóðs hefur verið með ágætum.

Bundnar eru miklar væntingar til Hafnasjóðs, á næstu árum er búist við mikilli aukningu á umsvifum vegna byggingar á nýju frystihúsi og bættri viðlegu í Dalvíkurhöfn.

Niðurskurður í rekstri B hluta fyrirtækja þar sem eingöngu er horft til gjalda á því ekki við að mati ráðsins.

Byggðaráð - 785. fundur - 11.08.2016

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Pétur Sigurðsson, formaður veitu- og hafnaráðs, Ásdís Jónasdóttir, aðalmaður í veitu- og hafnaráði, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.



Á 50. fundi veitu- og hafnaráðs þann 29. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

"Með bréfi frá 2. júní 2016 sem ber innganginn "Starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar leiðir til að hagræða, auka skilvirkni og minnka útgjöld" Þar eru tilgreind markmið í nokkrum liðum, síðan er óskað eftir því að eða eins og fram kemur að í umræddu bréfi: "Sviðsstjórar, stjórnendur og fagráð fari yfir í hverjum málaflokki og deild eftir því sem við á hvað í þjónustu sveitarfélagsins fellur undir lögbundna þjónustu, grunnþjónustu og valkvæða þjónustu og taki saman yfirlit hvaða verkefni sveitarfélagið mætti leggja af. Að fundnar verði leiðir til að hagræða í rekstri án þess að skerða þjónustu. Ef ekki er hægt að auka hagræði í rekstri án þess að minnka þjónustustigið þá þurfa að koma raunhæfar tillögur. Sviðsstjórar, stjórnendur og fagráð skuli gera tillögur um niðurskurð í rekstri málaflokka og deilda um 6,5% miðað við reglulega starfsemi, þ.e.“ einskiptisverkefni“ eru ekki hluti af reglulegri starfsemi og þarf því að taka út fyrir sviga. Leiga til Eignasjóðs er ekki liður sem hægt er að horfa til. Miðað skal við rekstrarniðurstöður ársins 2015, sjá nánar Fylgisjal I." Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var formanni og sviðstjóra falið að koma með tillögur svo hægt væri að mæta þeim markmiðum sem fram koma hér að framan. Á fundinum var farið yfir ýmsar hugmyndir og tillögur.

Veitu- og hafnaráð leggur til við byggðarráð að í stað þess að setja niðurskurðarkröfu á B hluta fyrirtæki sveitarsjóðs verði sett á þau ákeðin framlegðarkrafa. Rekstur þessara fyrirtækja og þá sérstaklega Hafnasjóðs hefur verið með ágætum. Bundnar eru miklar væntingar til Hafnasjóðs, á næstu árum er búist við mikilli aukningu á umsvifum vegna byggingar á nýju frystihúsi og bættri viðlegu í Dalvíkurhöfn. Niðurskurður í rekstri B hluta fyrirtækja þar sem eingöngu er horft til gjalda á því ekki við að mati ráðsins. "



Til umræðu ofangreint.



Niðurstaðan er að sameiginlegur skilningur er á milli aðila hvert verkefnið er.



Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 51. fundur - 17.08.2016

Á 12. fundi Stjórnsýslunefndar var lagður fram tímarammi við gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2017. Auk þess voru kynntar tillögur að niðurskurði í rekstri hjá öllum málaflokkum og B - hluta fyrirtækjum sveitarfélagsins.

Á 49. fundi veitu- og hafnaráðs fól ráðið sviðsstjóra og formanni að vinna að tillögum sem verða lagðar fyrir ráðið.

Nú liggja þær fyrir ráðinu til umfjöllunar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagðar tillögur og felur sviðsstjóra að koma þeim til byggðarráðs.

Veitu- og hafnaráð - 52. fundur - 14.09.2016

Fyrir fundinum láu drög að framkvæmdum hafna og veitna á komandi fjárhagsári.
Sviðsstjóra falið að kostnaðargreina þær tillögur að framkvæmdum sem eru fram komnar.

Veitu- og hafnaráð - 53. fundur - 05.10.2016

Á fundinum var farið yfir fjáhagsáætlun fyrir árið 2017 ásamt fylgigögnum.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2017. Sviðsstjóri mun senda starfsáætlun til ráðsmanna til upplýsingar.

Veitu- og hafnaráð - 54. fundur - 20.10.2016

Á fundinum var farið yfir fjáhagsáætlun og starfsáætlun fyrir árið 2017 ásamt fylgigögnum.

Vegna óvissu um þörf framkvæmda er sú breyting gerð á framkvæmdaáætlun að þeirra er einungis getið án kostnaðar. Þetta er gert vegna þess að ekki liggur ljóst fyrir þátttaka hlutaðeigenda í framkvæmdakostnaði.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.