Málsnúmer 201310135Vakta málsnúmer
Á 771. fundi byggðaráðs þann 17. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
'Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00. Á 688. fundi byggðaráðs þann 16. janúar 2014 var eftirfarandi bókað: '4. 201310135 - Frá Þresti Karlssyni; Ósk um nánari skýringar á heimæðareikningi vegna Snerru. Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 9:14. Tekið fyrir erindi frá Þresti Karlssyni, dagsett þann 6. janúar 2014, er varðar athugasemdir við reikning vegna heimaæðagjalda og samskipti bréfritara við stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar. Óskað er eftir að byggðaráð svari skriflega f.h. stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar atriðum sem tiltekin eru í erindinu. Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs gerði grein fyrir ofangreindu máli. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi.' Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Þresti Karlssyni, bréf dagsett þann 5. mars 2016, og varðar ítrekaða ósk til sveitarfélagsins um nánari skýringar á heimaæðareikningi vegna Snerru Svarfaðardal, fastanúmar 209-852. Til umræðu ofangreint. Þorsteinn vék af fundi kl. 13:25.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. '
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, bréf dagsett þann 13. júní 2016, þar sem fram kemur að ráðuneytinu hefur borist meðfylgjandi erindi frá Þresti Karlssyni, vegna ágreinings hans við Hitaveitu Dalvíkur/Dalvíkurbyggð, varðandi heimæðarreikning. Ráðuneytið óskar hér með eftir umsögn Hitaveitu Dalvíkur um framangreint erindi, eigi síðar en 15. júlí n.k.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs til umsagnar, með fyrirvara að ráðið fundi fyrir 15. júlí n.k.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að umsögn verði gerð í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
Sviðsstjóri kynnti málsatvik fyrir ráðsmönnum og sýndi afstöðu sumarhússins til dreifikerfis hita- og vatnsveitu.