Við langningu á heitu vatni um Svarfaðardal á árinu 2007 kom upp umræða hjá sumarbústaðaeigendum í Ytra- og Syðra-Hvarfslandi um að kalt neysluvatn yrði einnig tryggt. Eftirfarandi samskipti áttu sér stað við Pálma Stefánsson á haustdögum 2007. Hér er vitnað beint í bréf sem hann fékk sent 30. október 2007.
"Þegar ákveðið var að leggja hitaveitu um Svarfaðardal varð niðurstaðan sú að leggja einnig kalt vatn með þar sem skurðurinn yrði grafinn og reyndar alveg að vatnstökustað á Bakkaeyrum, til þess að tryggja nægjanlegt eldvarnarvatn. Þessi áform voru kynnt á fundinum að Rimum sl. vor, þeim áformum hefur ekki verið breytt. Sú samþykkt sem þú vísar til í fyrirspurn þinni tekur til þess að samþykkt var að leggja einnig lögn fyrir kalt vatn í skurðinn í Hvarfinu, ef til þess kæmi að það þyrfti að grafa fyrir heitavatnslögninni í stað þess að plægja hana niður, eins og reiknað var með í kostnaðaráætlun. Það gekk ágætlega að plægja hana niður og því ekki farið í að grafa niður lögn fyrir kalt vatn enda stóð áður nefnd samþykkt einungis til þess ef ekki reyndist unnt að plægja lögnina niður eins og áður segir. Ég vísa þér á fundargerð umhverfisráðs frá 8. ágúst 2007. 9. líður Önnur mál, og fylgir hún hér með."
Hér er einnig umrædd bókun frá 8. ágúst 2007:
"Vatnsveita í Hvarfið Svarfaðardal.
Þar sem ekki er hægt að plæja hitaveitulögnina í Hvarfinu niður þarf að grafa fyrir henni, því er möguleiki á að leggja vatnsrör samhliða hitaveitulögn, umframkostnaður er áætlaður um 2 milljónir.
Umhverfisráð mælir með því við bæjarstjórn að með lagningu hitaveitulagnar í Hvarfið í Svarfaðardal verði jafnframt lögð vatnsrör til síðara nota.
Í upphafi þá stóð ekki til að leggja dreifikerfi hitaveitu svo langt frameftir eins raunin er í dag, það sem breyttist er sá fjöldi sumarhúsa sem ætlar að tengjast hitaveitunni og með því verður hitafall minna og þess vegna hægt að halda lengra."
Nú hefur Birgir Össurarson tekið þetta mál til umræðu með rafpósti frá 1. júní 2016, en þar segir:
"Ég hef mikinn hug á að græja kalda vatnið hjá mér í svetinni, er með sumarbústað í landi Ytra Hvarfs.
Það hafa verið alls konar pælingar hjá okkur húseigendum þarna síðustu misseri.
Ég veit að Símon hitti ykkur félaga um daginn.
Málið er að eftir að hitaveitan kom, þá er ég þarna mjög mikið allt árið um kring.
Ég veit ekki alveg hver staða mín er v/tryggingar ef eitthvað kemur upp á, þar sem ekkert kalt vatn er að sækja í nágrenni.
Hvað heldur þú alveg raunsætt, eru einhverjar líkur á að sveitarfélagið fari í þetta verk ?
Ég hef rætt þetta við Börk. Við Þorstein hér áður fyrr.
Við bústaðaeigendur erum að velta þessu mikið fyrir okkur, sem og Árni á Hofi. Og allir sammála um nauðsyn þess að fá vatnið."
Sviðsstjór lagði fram frumdrög að kostnaði við lagningu vatnsveitu fram Svarfaðardal að austanverðu fram í Hvarfið.
Fyrir liggur gróf kostnaðaráætlun á verkefninu.