Á 278. fundi umhverfisráðs var umsókn um byggingarleyfi vegna aðstöðuhýsis við ferjubryggjuna á Árskógssandi frestað þar sem fram koma í fundargerð hverfisráðs Hríseyjar óskir um meira samráð.
Umhverfisráð óskar eftir að veitu- og hafnarráð kanni frekar í samráði við Vegagerðina aðra staðsettningu á umræddu aðstöðuhýsi.
Í byrjun september 2015 komu fulltrúar frá Vegagerðinni til að skoða aðstæður fyrir aðstöðuhús við höfnina á Ársskógssandi. Þrír valkostir voru skoðaðir, sjá kosti á minnisblaði frá Akureyrarbæ, en tveir að tillögu frá Dalvíkurbyggð og ein tillaga frá Hríseyingum. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fór með áðurnefndum fulltrúunum á vettvang þar sem þeir kynntu sér aðstæður. Í framhaldi þá kom það minnisblað frá Vegagerð ríkisins, þar sem tillögurnar eru sendar út til aðila til umfjöllunar, þ.e. Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar. Hér á eftir er ferill málsins rakin í gegnum fundarkerfi Dalvíkurbyggðar. Í framhaldi var gert lóðarblað og lóðarleigusamningur sem Vegagerðin hefur undirritar og er þar með lóðarhafi en umræddur lóðarleigusamningur var þinglýstur í lok janúar 2016.
Þetta mál var til umfjöllunar á 40. fundi veitu- og hafnaráðs,þar var eftirfarandi fært til bókar í inngangi:
"Með rafpósti, sem dagsettur er 9. október 2015, fylgdi minnisblað þar sem farið er yfir þá kosti sem til greina koma í allítarlegu máli."
Niðurstaða ofangreinds fundar var eftirfarandi:
"Veitu- og hafnaráð mælir með því að leið b verði farin, en hún er tilgreind á framlögðu minnisblaði frá Vegagerð ríkisins sem dagsett er 7. október 2015."
Á 273. fundi sveitarstjórnar Dalvíkubyggðar var afgreiðsla veitu- og hafnaráðs á erindinu staðfest með eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs".
Umrætt minnisblað var einnig kynnt fyrir bæjaryfirvöldum á Akureyri, sem ekki gerðu athugasemdir við tillögur Vegagerðar ríkisins, eða afgreiðslu veitu- og hafnaráðs á erindinu.