Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer
Tillaga að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 2. júní 2016 með athugasemdafresti til 14. júlí 2016.
Ein athugasemd barst á auglýsingatíma.
1)
Skipulagsstofnun dags. 20. júní 2016.
a)
Óskað er eftir tímasetningu á byggingu á hreinsivirkis.
b)
Óskað er eftir að tilgreindir séu þeir aðilar sem vakta áhrif áætlunarinnar.
c)
Óskað er eftir að gerð sé grein fyrir áherslum í gæðamarkmiðum vegna neikvæðra áhrifa stórra bygginga.
d)
Óskað er eftir nýrri umsögn Minjastofnunar Íslands og að gerð verði grein fyrir hverfisvernd eða sérstakri varðveislu húsa.
e)
Mælt er með að skipulagssvæðið nái út fyrir höfnina.
f)
Bent er á að á skipulagsuppdrætti hafi skástrikun í landfyllingum fallið út.