Á 276. fundi umhverfisráðs þann 29. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að breytingum á aðalskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík ásamt umhverfisskýrslu. Á breytingarblaðinu er einnig gert ráð fyrir vegtengingu á milli Böggvisbrautar og Upsa yfir Brimnesá.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins, hagsmunaaðilum og aðliggjandi sveitarfélögum drögin skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið bendir á að í umhverfisskýrslu bls. 3 þarf að lagfæra í kaflanum menningarminjar að setninginn um flutning á verbúð verði felld út. Einnig óskar ráðið eftir því að opið svæði milli Hafnarbrautar 21 og 25 verði einnig inni á Aðalskipulagsuppdrætti. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. "
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi afgreiðslu umhverfisráðs: "Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kynna íbúum sveitarfélagsins, hagsmunaaðilum og aðliggjandi sveitarfélögum drögin skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Ráðið bendir á að í umhverfisskýrslu bls. 3 þarf að lagfæra í kaflanum menningarminjar að setninginn um flutning á verbúð verði felld út. Einnig óskar ráðið eftir því að opið svæði milli Hafnarbrautar 21 og 25 verði einnig inni á Aðalskipulagsuppdrætti.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.