Málsnúmer 201504022Vakta málsnúmer
Með bréfi sem dagsett er 19. maí 2016, frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, er óskað eftir umsögn veitu- og hafnaráðs vegna lýsingar deiliskipulagstillögu og á aðalskipulagsbreytingu á Árskógssandi í Dalvíkurbyggð.
Í bréfinu kemur eftirfarandi fram; "Skipulagsgerðin felur í sér breytingu á aðalskipulagi þar sem þéttbýlismörkum verður breytt og nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu, svæði 708-V, verður vestan svæðis 703-A.
Helstu viðfangsefni við gerð deiliskipulagsins eru fyrirhugaðar stækkanir á bjórverksmiðju og afmörkun nýrra lóða fyrir fjölbreytta athafnastarfsemi. Einnig er stefnt að uppbyggingu alhliða ferðaþjónustu, m.a. gistiskálum, veitingaaðstöðu og annarri þjónustustarfsemi á vesturhluta svæðisins og er mörkum þéttbýlisuppdráttar breytt þess vegna."