Veitu- og hafnaráð

53. fundur 05. október 2016 kl. 07:30 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Daði Valdimarsson varamaður
  • Heiða Hilmarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Óskar Óskarsson og Hólmfríður Skúladóttir boðuðu forföll og mættu Daði Valdimarsson og Heiða Hilmarsdóttir í þeirra stað.

1.Icelandic Fisheries Exhibition 2017

Málsnúmer 201609137Vakta málsnúmer

Á árinu 2014 tók Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar þátt í sýningunni með kynningarefni ásamt viðveru starfsmanna. Nú er verið að vekja athygli á því að sambærileg sýning verður á næsta ári og því rétt að taka ákvörðun, í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2017, um hvort rétt sé að taka þátt í henni nú.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að kanna frekar kostnað og hugsanlegt samstarf aðra aðila.

2.Fundargerðir 2016

Málsnúmer 201601130Vakta málsnúmer

Með rafpósti sem dagsettur er 27. september 2016 barst fundargerð 387. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 19. september sl.



Lögð fram til kynningar.

3.Aflatölur 2016.

Málsnúmer 201610021Vakta málsnúmer

Á fundinum kynntu ráðsmenn sér aflatölur frá áramótum og til loka september og áætlun um þær til áramóta.
Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun 2017, undirbúningsvinna

Málsnúmer 201606019Vakta málsnúmer

Á fundinum var farið yfir fjáhagsáætlun fyrir árið 2017 ásamt fylgigögnum.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2017. Sviðsstjóri mun senda starfsáætlun til ráðsmanna til upplýsingar.
Ásdís Jónasdóttir vék af fundi undir þessum lið.

5.Stækkun á dreifikerfi Hitaveitu Dalvíkur

Málsnúmer 201609073Vakta málsnúmer

Á fundinum var kynnt verkönnun á stækkun dreifikerfis Hitaveitu Dalvíkur í Svarfaðardal.
Sviðsstjóra falið að óska eftir viðauka til byggðarráðs, fáist hann, að semja við Steypustöðin Dalvík ehf um verkið.
Pétur Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

6.Umsókn um hita- vatns- og fráveitu við Öldugötu á Árskógssandi.

Málsnúmer 201608030Vakta málsnúmer

Á 283. fundi sveitarstjórnar kom ofangreint mál til afgreiðslu. Í fundargerð sveitarstjórnar var eftirfarandi fært til bókar: "Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að þessum lið verði vísað aftur til veitu- og hafnaráðs þar afgreiðsla veitu- og hafnaráðs var ekki lögmæt þar sem ekki var meirihluti atkvæðabærra manna viðstaddur við afgreiðslu á þessum lið."



Á 52. fundi ráðsins var eftirfarandi inngangur að afgreiðslu málsins: "Með rafpósti sem dagsettur er 10. ágúst 2016 sækir Agnes Sigurðardóttir f.h. Bjórbaðanna ehf um tengjast hita-, vatns- og fráveitu. Stefnt er að því að starfseminn hefjist í byrjun næsta árs."
Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda.

7.Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar 2017.

Málsnúmer 201608020Vakta málsnúmer

Á 283. fundi sveitarstjórnar (20.9.2016) undir liðnum Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar 2017 var eftirfarandi fært til bókar:

"Til máls tók Bjarni Th. Bjarnson sem leggur til að þessum lið verði frestað til næsta sveitarstjórnarfundar og honum vísað aftur til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði.

Ástæða tillögu um frestun er eftirfarandi:



Undanfarna mánuði hefur verið unnið að samræmingu gjaldskráa hjá Dalvíkurbyggð þannig að þær hafi sem líkust viðmið. Byggðaráð hefur samþykkt í forsendum fjárhagsáætlunar að gjaldskrár skuli miðast við vísitölur og þarf því ráðrúm til að koma því í framkvæmd. Sveitarstjórn leggur til í því sambandi að sviðsstjórar og fagráð setji inn í gjaldskrár þau viðmið sem eiga við hverja gjaldskrá fyrir sig. Lagt er til að fram komi í gjaldskrá við hvaða tegund vísitölu er miðað og að fram komi upphafstaða/gildi vísitölu í þeim mánuði sem gjaldskrá miðist við. Einnig er lagt til að í gjaldskrá komi fram að hækkun gjaldskrár miðist við vísitöluhækkun þess tímabils á undan sem við á. Grunni gjaldskrár verði ekki breytt á milli ára nema viðkomandi ráð/nefnd ákveði svo og komi þá með tillögu til breytinga til staðfestingar í sveitarstjórn."

Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

8.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2017.

Málsnúmer 201608019Vakta málsnúmer

Á 283. fundi sveitarstjórnar (20.9.2016) undir liðnum Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2017 var eftirfarandi fært til bókar:

"Til máls tók Bjarni Th. Bjarnson sem leggur til að þessum lið verði frestað til næsta sveitarstjórnarfundar og honum vísað aftur til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði.

Ástæða tillögu um frestun er eftirfarandi:



Undanfarna mánuði hefur verið unnið að samræmingu gjaldskráa hjá Dalvíkurbyggð þannig að þær hafi sem líkust viðmið. Byggðaráð hefur samþykkt í forsendum fjárhagsáætlunar að gjaldskrár skuli miðast við vísitölur og þarf því ráðrúm til að koma því í framkvæmd. Sveitarstjórn leggur til í því sambandi að sviðsstjórar og fagráð setji inn í gjaldskrár þau viðmið sem eiga við hverja gjaldskrá fyrir sig. Lagt er til að fram komi í gjaldskrá við hvaða tegund vísitölu er miðað og að fram komi upphafstaða/gildi vísitölu í þeim mánuði sem gjaldskrá miðist við. Einnig er lagt til að í gjaldskrá komi fram að hækkun gjaldskrár miðist við vísitöluhækkun þess tímabils á undan sem við á. Grunni gjaldskrár verði ekki breytt á milli ára nema viðkomandi ráð/nefnd ákveði svo og komi þá með tillögu til breytinga til staðfestingar í sveitarstjórn."

Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

9.Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2017.

Málsnúmer 201608018Vakta málsnúmer

Á 283. fundi sveitarstjórnar (20.9.2016) undir liðnum Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2017 var eftirfarandi fært til bókar:

"Til máls tók Bjarni Th. Bjarnson sem leggur til að þessum lið verði frestað til næsta sveitarstjórnarfundar og honum vísað aftur til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði.

Ástæða tillögu um frestun er eftirfarandi:



Undanfarna mánuði hefur verið unnið að samræmingu gjaldskráa hjá Dalvíkurbyggð þannig að þær hafi sem líkust viðmið. Byggðaráð hefur samþykkt í forsendum fjárhagsáætlunar að gjaldskrár skuli miðast við vísitölur og þarf því ráðrúm til að koma því í framkvæmd. Sveitarstjórn leggur til í því sambandi að sviðsstjórar og fagráð setji inn í gjaldskrár þau viðmið sem eiga við hverja gjaldskrá fyrir sig. Lagt er til að fram komi í gjaldskrá við hvaða tegund vísitölu er miðað og að fram komi upphafstaða/gildi vísitölu í þeim mánuði sem gjaldskrá miðist við. Einnig er lagt til að í gjaldskrá komi fram að hækkun gjaldskrár miðist við vísitöluhækkun þess tímabils á undan sem við á. Grunni gjaldskrár verði ekki breytt á milli ára nema viðkomandi ráð/nefnd ákveði svo og komi þá með tillögu til breytinga til staðfestingar í sveitarstjórn."

Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

10.Upplýsingar frá Mílu vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga

Málsnúmer 201609056Vakta málsnúmer

Með rafpósti sem dagsettur er 10. september 2016 lýsir Mila yfir áhuga á samstarfi við sveitarfélög um lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Vakin er athygli á því að hægt er að sækja um styrk til Fjarskiptasjóðs vegna slíkra verkefna. Í lokin kemur fram, í framangreindu bréfi, að Míla hefur á undanförnum misserum látið leggja mikið af ljósleiðurum, bæði stofnlagnir og heimtaugar í þéttbýli og dreifbýli. Félagið hefur mikla reynslu á þessu sviði og getur veitt sveitarfélögum ráðgjöf og upplýsingar varðandi alla þætti sem snúa að því verkefni sem framundan er.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Daði Valdimarsson varamaður
  • Heiða Hilmarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs