Upplýsingar frá Mílu vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga

Málsnúmer 201609056

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 53. fundur - 05.10.2016

Með rafpósti sem dagsettur er 10. september 2016 lýsir Mila yfir áhuga á samstarfi við sveitarfélög um lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Vakin er athygli á því að hægt er að sækja um styrk til Fjarskiptasjóðs vegna slíkra verkefna. Í lokin kemur fram, í framangreindu bréfi, að Míla hefur á undanförnum misserum látið leggja mikið af ljósleiðurum, bæði stofnlagnir og heimtaugar í þéttbýli og dreifbýli. Félagið hefur mikla reynslu á þessu sviði og getur veitt sveitarfélögum ráðgjöf og upplýsingar varðandi alla þætti sem snúa að því verkefni sem framundan er.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 58. fundur - 08.02.2017

Með rafpósti sem dagsettur er 10. janúar 2017 lýsir Míla yfir áhuga á samstarfi við sveitarfélög um lagningu ljósleiðara í dreifbýli.



Til frekari skýringar þá er lokið að tengja nánast öll heimili í dreifbýli í Dalvíkurbyggð við ljósleiðara samkvæmt samningi við Tengi hf.
Lagt fram til kynningar