Umsókn um hita- vatns- og fráveitu við Ægisgötu á Árskógssandi.

Málsnúmer 201608030

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 52. fundur - 14.09.2016

Pétur Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þá þessu erindi.
Með rafpósti sem dagsettur er 10. ágúst 2016 sækir Agnes Sigurðardóttir f.h. Bjórbaðanna ehf um tengjast hita-, vatns- og fráveitu. Stefnt er að því að starfseminn hefist í byrjun næsta árs.
Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda.

Veitu- og hafnaráð - 53. fundur - 05.10.2016

Pétur Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.
Á 283. fundi sveitarstjórnar kom ofangreint mál til afgreiðslu. Í fundargerð sveitarstjórnar var eftirfarandi fært til bókar: "Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að þessum lið verði vísað aftur til veitu- og hafnaráðs þar afgreiðsla veitu- og hafnaráðs var ekki lögmæt þar sem ekki var meirihluti atkvæðabærra manna viðstaddur við afgreiðslu á þessum lið."



Á 52. fundi ráðsins var eftirfarandi inngangur að afgreiðslu málsins: "Með rafpósti sem dagsettur er 10. ágúst 2016 sækir Agnes Sigurðardóttir f.h. Bjórbaðanna ehf um tengjast hita-, vatns- og fráveitu. Stefnt er að því að starfseminn hefjist í byrjun næsta árs."
Veitu- og hafnaráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda.