Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar 2017, breyting á 1.gr.

Málsnúmer 201701035

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 57. fundur - 11.01.2017

Vegna breytinga á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 um álagningu vatnsgjalds kom ábending frá KPMG, en það fyrirtæki sér um stjórnsýsluendurskoðun fyrir Dalvíkurbyggð, að nauðsynlegt væri að endurorða 1.gr. gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar.



Lagt er til að hún breytist í:

"Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar og skal það vera eftirfarandi"



Í stað:

"Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar, sem liggja við vegi eða opin svæði þar sem vatnsæðar liggja, ber að greiða vatnsgjald árlega til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi"
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða breytingartillögu á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn - 288. fundur - 17.01.2017

Á 57. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Vegna breytinga á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 um álagningu vatnsgjalds kom ábending frá KPMG, en það fyrirtæki sér um stjórnsýsluendurskoðun fyrir Dalvíkurbyggð, að nauðsynlegt væri að endurorða 1.gr. gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar. Lagt er til að hún breytist í: "Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar og skal það vera eftirfarandi" Í stað: "Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar, sem liggja við vegi eða opin svæði þar sem vatnsæðar liggja, ber að greiða vatnsgjald árlega til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi"

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða breytingartillögu á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar."



Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá vegna Vatnsveitu Dalvíkur.