Hönnun Austurgarðs er byrjuð og eru hér lagðar fram til kynningar teikningar af staðsetningu á þeim svæðum innan og utan hafnarinnar þar sem efnistaka mun eiga sér stað til fyllingar innan stálþils.
Sveitarstjóri og sviðsstjóri eru búnir að funda með ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála, á þeim fundum hefur komið fram að framkvæmdir við Austurgarð eru á samgönguáætlun 2015 - 2018.
Vinna við Austurgarð hófst í árslok 2016 með hönnun og gerð útboðsgagna, 2017 er gert ráð fyrir niðurrekstri á stálþili, fylling undir þekju og flutningi á varnargarði og lok verksins verður á árinu 2018 með frágangi á þekju og lýsingu.
Siglingasvið Vegagerðarinnar greiddi sinn hluta í kostnaði vegna þeirrar vinnu sem unnin var á árinu 2016 og er verkefnið því formlega hafið.
Í þeim samtölum sem ofangreindir áttu við ráðherra kom fram að í fjárheimildum vegna hafnaframkvæmda á árinu 2018 mun verða gert ráð fyrir kostnaði vegna Austurgarðs og að Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar muni þá fá greitt framlag ríkisins vegna framkvæmda á yfirstandandi ári.