Austurgarður í Dalvíkurhöfn, ósk leyfi til framkvæmda.

Málsnúmer 201702030

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 58. fundur - 08.02.2017

Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra að afla upplýsingar um stöðu málsins hjá Innanríkisráðuneyti og Vegagerð ríkisins. Þeir fundir voru haldnir 13. janúar sl. með fyrrgreindum aðilum á skrifstofum þeirra. Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála tók vel í erindið og óskaði eftir skriflegum upplýsingum sem nú hafa verið sendar til ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 59. fundur - 01.03.2017

Hönnun Austurgarðs er byrjuð og eru hér lagðar fram til kynningar teikningar af staðsetningu á þeim svæðum innan og utan hafnarinnar þar sem efnistaka mun eiga sér stað til fyllingar innan stálþils.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri eru búnir að funda með ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála, á þeim fundum hefur komið fram að framkvæmdir við Austurgarð eru á samgönguáætlun 2015 - 2018.

Vinna við Austurgarð hófst í árslok 2016 með hönnun og gerð útboðsgagna, 2017 er gert ráð fyrir niðurrekstri á stálþili, fylling undir þekju og flutningi á varnargarði og lok verksins verður á árinu 2018 með frágangi á þekju og lýsingu.

Siglingasvið Vegagerðarinnar greiddi sinn hluta í kostnaði vegna þeirrar vinnu sem unnin var á árinu 2016 og er verkefnið því formlega hafið.

Í þeim samtölum sem ofangreindir áttu við ráðherra kom fram að í fjárheimildum vegna hafnaframkvæmda á árinu 2018 mun verða gert ráð fyrir kostnaði vegna Austurgarðs og að Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar muni þá fá greitt framlag ríkisins vegna framkvæmda á yfirstandandi ári.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að það feli byggðarráði að leita leiða til að tryggja að framkvæmdir við Austurgarð geti hafist sem fyrst.

Veitu- og hafnaráð - 62. fundur - 12.05.2017

Í bréfi dags. 24. mars 2017 sendi ráðuneytið Vegagerðinni til afgreiðslu erindi frá Dalvíkurbyggð frá 3. febrúar 2017. Í erindi sveitarfélagsins kom fram ósk um leyfi til framkvæmda við hafnargerð sem skv samgönguáætlun 2015-2018 átti að fá 132,6 m.kr. framlag frá ríkinu 2017 og 90 m.kr. 2018. Þetta fjárframlag skilaði sér hins vegar ekki í fjárlögum 2017. Hafnarsjóður Dalvíkurbyggðar bíðst hins vegar til að taka lán fyrir framlagi ríkisins gegn þeirri tryggingu að framlag ríkisins vegna framkvæmda á árinu 2017 verði greitt á árinu 2018.



Vegagerðin telur sér ekki heimilt að samþykkja flýtingu framkvæmdar á samgönguáætlun sem eru ekki fjármagnaðar á fjárlögum. Vegagerðin telur sig ekki getað skuldbundið ríkissjóð umfram lagaheimildir en tekur undir að framkvæmdirnar eru mikilvægar fyrir sveitarfélagið.



Símafundur með fulltrúum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis þann 10. maí 2017. og var eftirfarandi minnisblað tekið saman að sveitarstjóra eftir símafundinn og sent til fundarmanna, en þar segir:



"Eftir samræður á fundinum er sameiginlegur skilningur á því að með þessu bréfi er vegamálastjóri einungis að segja að Vegagerðin geti ekki flýtt framkvæmd með því að leggja til fé sem ekki hefur verið samþykkt á fjárlögum. Vegagerðin segir hins vegar ekkert um það hvort Hafnarsjóður Dalvíkurbyggðar geti fjármagnað framkvæmdina þar til fé fæst á fjárlögum. Ljóst er að stjórnsýslulega er málflutningur vegamálastjóra réttur þó svo að fulltrúar Dalvíkurbyggðar á fundinum vilji meina að það hefði mátt orða næst síðustu setningu skýrar en gert er í bréfinu. Öllum er ljóst að hvorki Vegagerðin né ráðuneytið geta bundið hendur ríkissjóðs umfram lagaheimildir.

Af samræðum að dæma og það sem Vigdís Ósk hefur eftir ráðherra er ljóst að ríkur vilji er til þess að sveitarfélagið fái stuðning við framkvæmdina í næstu fjárlagagerð enda lögformlega viðurkennd framkvæmdinni á samgönguáætlun 2015-2018."
Lagt fram til kynningar.