Vatnsveita í Krossafjalli

Málsnúmer 201703101

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 816. fundur - 30.03.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs kl. 14:40.



Til umræðu málefni vatnsveitu í Krossafjalli á Árskógsströnd.



Á fundinum var lagt fram erindi frá Sigfríð Valdimarsdóttur, móttekið þann 29. mars 2017, er varðar ofangreint.



Bjarni Th.Bjarnason vék af fundi kl. 15:06 til annarra starfa.



Þorsteinn vék af fundi kl. 15:13.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Vísað til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði í næstu viku. Áformað er að taka málið aftur fyrir í byggðaráði í næstu viku.

Veitu- og hafnaráð - 60. fundur - 05.04.2017

Á 816. fundi byggðarráðs, sem haldinn var 30. mars 2017, var til umræðu málefni vatnsveitu í Krossafjalli á Árskógsströnd. Niðurstaða þess fundar var að „Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Vísað til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði í næstu viku. Áformað er að taka málið aftur fyrir í byggðaráði í næstu viku.“

Fyrir fundi veitu- og hafnaráðs liggur fyrir tillaga frá sviðsstjóra að koma fyrir tækjabúnaði sem á að tryggja gæði neysluvatns sem aflað er á vatnstökusvæði Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar í Krossafjalli. Þær tillögur sem fram eru lagðar hafa verið kynntar heilbrigðiseftirliti. Áætlaður kostnaður er um kr. 6.500.000,-.

Veitu- og hafnaráð samþykkir að farið verði að tillögu sviðsstjóra og leggur til við sveitarstjórn að frestað verði eftirfarandi framkvæmdum Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem voru á áætlun ársins: Bakkavarnir í Svarfaðardal, grjótvörn og breytingar á lagnakerfi v/Austurgarðs samtals að fjárhæð kr. 6.000.000,-, til að fjármagna verkefnið.

Byggðaráð - 817. fundur - 06.04.2017

Undir þessum lið kom Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs á fundinn kl. 14:22.



Á 60. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 816. fundi byggðarráðs, sem haldinn var 30. mars 2017, var til umræðu málefni vatnsveitu í Krossafjalli á Árskógsströnd. Niðurstaða þess fundar að „Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Vísað til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði í næstu viku. Áformað er að taka málið aftur fyrir í byggðaráði í næstu viku.“ Fyrir fundi veitu- og hafnaráðs liggur fyrir tillaga frá sviðsstjóra að koma fyrir tækjabúnaði sem á að tryggja gæði neysluvatns sem aflað er á vatnstökusvæði Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar í Krossafjalli. Þær tillögur sem fram eru lagðar hafa verið kynntar heilbrigðiseftirliti. Áætlaður kostnaður er um kr. 6.500.000,-.

Veitu- og hafnaráð samþykkir að farið verði að tillögu sviðsstjóra og leggur til við sveitarstjórn að frestað verði eftirfarandi framkvæmdum Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem voru á áætlun ársins: Bakkavarnir í Svarfaðardal, grjótvörn og breytingar á lagnakerfi v/Austurgarðs samtals að fjárhæð kr. 6.000.000,-, til að fjármagna verkefnið."



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs og breytingar á framkvæmdaáætlun málaflokks 42 í fjárhagsáætlun 2017, viðauki 4/2017. Um er að ræða innbyrðis tilfærslur á verkefnum og því ekki þörf á ráðstöfun á móti.

Veitu- og hafnaráð - 67. fundur - 11.10.2017

Á fundinum voru kynntar niðurstöður vatnssýna sem tekin voru 2. október sl. Um var að ræða vatnssýni frá Árskógsströnd og á Dalvík. Í niðurstöðum framangreindra rannsókna kemur fram að þau eru "Í lagi".
Lagt fram til kynningar.