Málsnúmer 201401050Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 14:00.
Á 23. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 4. janúar 2017 samþykkti ráðið að fela upplýsingafulltrúa að gera könnun á ímynd Dalvíkurbyggðar. Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 20. -31. janúar 2017. Könnuninni var dreift á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og facebook og var öllum frjálst að taka þátt. Alls bárust 211 svör af öllu landinu.
Upplýsingafulltrúi kynnti helstu niðurstöður úr ofangreindri könnun sem endurspegla að ímynd Dalvíkurbyggðar er almennt mjög jákvæð og einkennist helst af fjölskylduvænu, friðsælu og öruggu umhverfi þar sem kraftur og náttúrufegurð umvefur samfélagið.
Margrét vék af fundi kl. 14:40.