Frá Karlakór Dalvíkur; Beiðni um móttöku gesta vegna kóramóts

Málsnúmer 201703105

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 816. fundur - 30.03.2017

Tekið fyrir erindi frá Friðriki Friðrikssyni fyrir hönd Karlakórs Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 17. mars 2017, þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð taki á móti gestum kórsins í Bergi í tengslum við Heklumót 2017 sem verður haldið á Dalvík 22. apríl n.k. Einnig er óskað eftir að fulltrúi sveitarfélagsins haldi ræðu með kynningu á sveitarfélaginu.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við erindinu og felur upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðaráð í næstu viku tillögu að útfærslu.

Byggðaráð - 817. fundur - 06.04.2017

Á 816. fundi byggðaráðs þann 30. mars 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Friðriki Friðrikssyni fyrir hönd Karlakórs Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 17. mars 2017, þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð taki á móti gestum kórsins í Bergi í tengslum við Heklumót 2017 sem verður haldið á Dalvík 22. apríl n.k. Einnig er óskað eftir að fulltrúi sveitarfélagsins haldi ræðu með kynningu á sveitarfélaginu. Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við erindinu og felur upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðaráð í næstu viku tillögu að útfærslu. "



Með fundarboði fylgdi tillaga frá upplýsingafulltrúa að útfærslu.



Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu upplýsingafulltrúa að útfærslu og að tekið verði tilboði 2 frá Basalt. Kostnaði allt að kr. 447.000 vísað á lið 21500.

Byggðaráð - 821. fundur - 11.05.2017

Tekið fyrir bréf frá Karlakór Dalvíkur, dagsett þann 29. apríl 2017, þar sem kórinn þakkar fyrir frábæra móttöku sem haldin var í Bergi laugardaginn 22. apríl fyrir Heklumót, samband norðlenskra karlakóra.
Lagt fram til kynningar.