Kauptilboð í Árskóg lóð 1.

Málsnúmer 201702069

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 811. fundur - 16.02.2017

Til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1; einbýlishús ásamt bílskúr.





Börkur Þór vék af fundi kl. 10:45.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að tilboðsgjafi komi á næsta fund byggðaráðs.

Byggðaráð - 812. fundur - 23.02.2017

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs,Freydís Dana Sigurðardóttir, og Guðröður Ágústsson, tilboðsgjafi í Árskóg lóð 1, kl. 13:00.



Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1; einbýlishús ásamt bílskúr. Börkur Þór vék af fundi kl. 10:45.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að tilboðsgjafi komi á næsta fund byggðaráðs."



Til umræðu óskir tilboðsgjafa um stærri lóð undir íbúðarhúsi og um langtímaleigusamning um land.



Freydís Dana og Guðröður viku af fundi kl. 13:49.

Börkur Þór vék af fundi kl. 14:01.
Byggðaráð tekur jákvætt í stækkun lóðar ef umsókn um stækkun húss berst.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera samninga um beitarhólf í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja gagntilboð Dalvíkurbyggðar um eina viku.

Byggðaráð - 814. fundur - 09.03.2017

Á 812. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar s.l. var eftirfarandi bókað:



"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs,Freydís Dana Sigurðardóttir, og Guðröður Ágústsson, tilboðsgjafi í Árskóg lóð 1, kl. 13:00. Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað: "Til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1; einbýlishús ásamt bílskúr. Börkur Þór vék af fundi kl. 10:45. Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að tilboðsgjafi komi á næsta fund byggðaráðs." Til umræðu óskir tilboðsgjafa um stærri lóð undir íbúðarhúsi og um langtímaleigusamning um land. Freydís Dana og Guðröður viku af fundi kl. 13:49. Börkur Þór vék af fundi kl. 14:01.

Byggðaráð tekur jákvætt í stækkun lóðar ef umsókn um stækkun húss berst. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera samninga um beitarhólf í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja gagntilboð Dalvíkurbyggðar um eina viku. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs drög að leigusamningum um beitiland úr landi Árskógsstrandar, annars vegar 13.364,2 m2 og hins vegar 51.336,7 m2.



Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom á fundinn undir þessum lið kl. 13:27.





Til umræðu ofangreint.



Börkur vék af fundi kl. 13:45.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera breytingar á ofangreindum drögum að leigusamningum í samræmi við umræður á fundinum. Samningarnir kæmu síðan aftur fyrir byggðaráð.

Byggðaráð - 815. fundur - 16.03.2017

Á 814. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2017 var til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1 og drög að samningum um beitiland. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera breytingar á drögum að leigusamningum í samræmi við umræður á fundinum.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:

a) Drög að leigusamningi um beitiland, 13.364,2 m2.

b) Drög að leigusamningi um beitiland, 15.336,7 m2.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda leigusamninga eins og þeir liggja fyrir með þeirri breytingu að sett verði í samningana ákvæði um að ef sveitarfélagið þurfi á þessu landi að halda til mannvirkjagerðar eða af annarri ástæðu er varðar almannahag þá sé hægt að segja þessum samningum upp með 6 mánaða fyrirvara. Sveitarfélagið muni leitast við að finna sambærilegt land í staðinn í næstu grend að höfðu samráði vð leigutaka.

Byggðaráð - 816. fundur - 30.03.2017

Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 voru til umfjöllunar og afgreiðslu samningsdrög vegna beitilands í tengslum við kauptilboð í Árskóg lóð 1. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi leigusamninga með þeirri breytingu að sett verði í samningana ákvæði um að ef sveitarfélagið þurfi á þessu landi að halda til mannvirkjagerðar eða af annarri ástæðu er varðar almannahag þá sé hægt að segja þessum samningum upp með 6 mánaða fyrirvara. Sveitarfélagið muni leitast við að finna sambærilegt land í staðinn í næstu grend að höfðu samráði við leigutaka.





Upplýst var á fundinum um stöðu mála.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 823. fundur - 01.06.2017

Á 816. fundi byggðaráðs þann 30. mars 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 voru til umfjöllunar og afgreiðslu samningsdrög vegna beitilands í tengslum við kauptilboð í Árskóg lóð 1. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi leigusamninga með þeirri breytingu að sett verði í samningana ákvæði um að ef sveitarfélagið þurfi á þessu landi að halda til mannvirkjagerðar eða af annarri ástæðu er varðar almannahag þá sé hægt að segja þessum samningum upp með 6 mánaða fyrirvara. Sveitarfélagið muni leitast við að finna sambærilegt land í staðinn í næstu grend að höfðu samráði við leigutaka. Upplýst var á fundinum um stöðu mála.
Lagt fram til kynningar. "


Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengt gagntilboð sveitarfélagsins til tilboðsgjafa verði framlengt að hámarki til og með 30.06.2017.

Byggðaráð - 826. fundur - 06.07.2017

Á 823. fundi byggðaráðs þann 1. júní 2017 var samþykkt samhjóða með 3 atkvæðum að framlengja gagntilboð sveitarfélagsins til tilboðsgjafa vegna kauptilboðs í Árskóg lóð 1 að hámarki til og með 30. júni 2017.

Tekið fyrir undirritað kauptilboð, dagsett þann 28. júní 2017, að upphæð kr. 23.900.000.
Byggaðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð og sölu á eigninni.