Á 812. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar s.l. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs,Freydís Dana Sigurðardóttir, og Guðröður Ágústsson, tilboðsgjafi í Árskóg lóð 1, kl. 13:00. Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað: "Til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1; einbýlishús ásamt bílskúr. Börkur Þór vék af fundi kl. 10:45. Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að tilboðsgjafi komi á næsta fund byggðaráðs." Til umræðu óskir tilboðsgjafa um stærri lóð undir íbúðarhúsi og um langtímaleigusamning um land. Freydís Dana og Guðröður viku af fundi kl. 13:49. Börkur Þór vék af fundi kl. 14:01.
Byggðaráð tekur jákvætt í stækkun lóðar ef umsókn um stækkun húss berst. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera samninga um beitarhólf í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja gagntilboð Dalvíkurbyggðar um eina viku. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs drög að leigusamningum um beitiland úr landi Árskógsstrandar, annars vegar 13.364,2 m2 og hins vegar 51.336,7 m2.
Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom á fundinn undir þessum lið kl. 13:27.
Til umræðu ofangreint.
Börkur vék af fundi kl. 13:45.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að tilboðsgjafi komi á næsta fund byggðaráðs.