Byggðaráð

826. fundur 06. júlí 2017 kl. 13:00 - 15:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021; framhald umfjöllunar

Málsnúmer 201705174Vakta málsnúmer

Á 824. fundi byggðaráðs þann 8. júní 2017 var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er eftirfarandi til umfjöllunar í byggðaráði í apríl - maí eða þegar ársreikningur liggur fyrir: a) Framkvæmdastjórn og byggðaráð ræða um og koma með hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu. b) Umræða í byggðaráði um verklag, áherslur, markmið og tímaramma. d) Byggðaráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu. Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar. "

Lagt fram til kynningar.

2.Fræðsluráð - 218, frá 05.07.2017

Málsnúmer 1706015FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
  • Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots, og Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, lögðu fram greinargerðir um innra mat skólanna fyrir starfsárið 2016-2017 ásamt úrbótaáætlunum. Fræðsluráð - 218 Umræða varð um nokkra þætti sem fram komu í skýrslunum og þakkar fræðsluráð skólastjórunum fyrir greinargóðar skýrslur. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 2.2 201706127 Ytra mat skóla 2017
    Kennsluráðgjafi, Dóróþea Reimarsdóttir, lagði fram skýrslu sína um ytra mat á Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Krílakoti fyrir starfsárið 2016-2017. Fræðsluráð - 218 Umræða varð um nokkra þætti sem fram komu í skýrslunni og þakkar fræðsluráð Dóróþeu fyrir greinargóða skýrslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs, Hlynur Sigursveinsson, lagði fram drög að lokasamningi um skólamat við Blágrýti ehf. á Dalvík. Fræðsluráð - 218 Fræðsluráð samþykkir drögin með 5 atkvæðum og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi við Blágrýti ehf. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Sviðsstjóri lagði fram til kynningar drög að markmiðum og viðmiðum um gæði vegna starfs frístundaheimila sem nú eru komin á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þar verður opið samráð um drögin fram til 15. september 2017 en þá lýkur fresti til athugasemda. Fræðsluráð - 218 Lagt fram til kynningar. Gísla Bjarnasyni, skólastjóra Dalvíkurskóla, falið að kynna forstöðumanni Frístundar drögin og mögulegar leiðir til að koma með tillögur að breytingum á þeim. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 2.5 201304091 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók Fræðsluráð - 218 Bókun fundar Annað þarfnast ekki afgreiðslu, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu byggðaráðs eru því lagðir fram til kynningar.

3.Ungmennaráð - 13, frá 02.06.2017

Málsnúmer 1706001FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
2. liður.
  • 3.1 201706004 Hjólabraut
    Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrir ráðinu Modular Pump track hjólabrautir frá Lex Games. Ungmennaráð - 13 Ungmennaráð telur mikilvægt að bæta aðstöðu til hjólabretta- og hjólaiðkunar á svæðinu. Slík hjólabraut myndi klárlega gera það. Ungmennaráð mælir eindregið með því að skoðað verði samhliða fjárhagsáætlun næsta árs að keypt verði slík braut og mælir þá með því að keyptur verði "Fjarkinn". Ungmennaráð telur eðlilegt að verkefnið "Heilsueflandi Samfélag" tengist slíkri uppbyggingu og óskar eftir því að stýrihópur um verkefnið fjalli um málið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Ungmennaráð - 13 Farið var yfir dagskrádrög vegna hátíðarhalda á 17. júní. Dagskráin er með hefðbundu sniði, nema að í ár verður ekki hægt að halda sundlaugarskemmtun, þar sem sundlaugin er lokuð vegna framkvæmda. Ungmennaráð leggur til að sundlaugarskemmtunin verði færð til og haldið upp á opnun eftir endurbætur með sambærilegum hætti og verið hefur á 17. júní. Einnig leggur ungmennaráð til að skoðað verði hvort hægt verði að fá slökkvilið, lögreglu eða björgunarsveit til að sýna bíla og tæki og jafnvel bjóða upp á hring með bílunum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu ungmennaráðs.

    Annað þarfnast ekki afgreiðslu, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu byggðaráðs eru því lagðir fram til kynningar í byggðaráði.

4.Menningarráð - 63, frá 08.06.2017.

Málsnúmer 1706005FVakta málsnúmer

  • 4.1 201502057 Leikfélag Dalvíkur
    Formaður fór yfir það sem er framundan í starfi Leikfélagsins. Menningarráð - 63 Formaður leikfélagsins lagði fram minnispunkta og hugmyndir að nýtingu á Ungó. Fyrir liggur að framlengja þarf samning milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélagsins um afnot á húsnæðinu.
    Menningarráð felur sviðsstjóra að uppfæra samning milli Dalvíkurbyggðar og Leikfélags Dalvíkur.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Erindi til Menningarráðs Dalvíkurbyggðar (Ó.E. að verða fært til bókar)
    v. styrkveitinga úr Menningar- og viðurkenningarsjóði menningarráðs Dalvíkurbyggðar

    Ég óska nánari skýringa við svarbréfi því sem mér barst við erindi mínu fyrir ósk um styrkveitingu úr ofangreindum sjóði. M.v.t. núgildandi menningarstefnu Dalvíkurbyggðar þá á ég erfitt með að sammælast niðurstöðu ráðsins. Ósammæli mínu til grundvallar legg ég orðrétt til eftirfarandi vísanir úr stefnuskrá Sveitarstjórnar Dalvíkur.

    -
    Efla menningarstarf í sveitarfélaginu, hlúa að því sem fyrir er og skapa forsendur fyrir nýsköpun á sviði menningarmála.
    -
    Efla vitund íbúa byggðarinnar sem og annara fyrir menningararfi okkar og menningarlegum sérkennum.
    -
    Stuðla að og efla menningartengda ferðamennsku.

    Vel má vera að stór hluti verkefnisins í heild ætti betur sammerkt undir atvinnumála- og kynningarráði. En sá verkþáttur/efnistök sem ég tilgreindi í umsókn minni til styrks tel ég í hrópandi samræmi við ofangreinda þætti í yfirlýstri stefnulýsingu. Ég á bágt með að trúa að menningarlegt ólæsi nefndarmanna sé slíkt að þeir sjái ekki sömu samsvörun. Úr því sem komið er, skiptir mig ekki mestu hvort að ráðið endurskoði undirritaða bókun, heldur að ég fái málsvarandi rökstuðning. Að öðrum kosti verð ég að lýsa yfir vanþóknun við úthlutunina og meta undirbúning og vinnubrögð ráðs og sviðsstjóra ófaglega og illa ígrundaða.

    Til að viðhalda heilbrigðri menningarstefnu innan sveitafélagsins teldi ég að það ætti að vera keppikefli menningarráðs og sviðsstjóra að endurskoða og uppfæra menningarstefnu á fyrstu misserum kjörtímabils í stað þess að dreypa dreggjar úr skálum fyrri ráða. Skv. bókun var síðasta menningarstefna endurskoðuð þann 4. mars 2014 (og staðfest af sveitarstjórn 19. apríl 2014.) Síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar og ýmislegt tíundað sem vert er endurskoðunnar.

    Til gamans þá langar mig að biðja ykkur að velta fyrir ykkur orðinu „hönnun“ ...Hvað er það fyrsta sem grípur hugann? Eru það sjónvarpsskot úr „Landanum“ ...húsfreyjan austur á Héraði sem sagar út íslandsmyndir og setur klukkuverk í gegnum miðjan sprengisand? ...Eða vélvirkinn sem stendur við nýju lazer-skurðarvélina sína og hefur ekki undan að skera hrafna út úr harðplasti fyrir þurftafreka fagurkera. Hvernig skilgreinið þið orðið „hönnun“? Skilgreinið þið orðið til listgreina? Til iðnar? Eða e.t.v. sammerkt til handverks? Orðið „hönnun“ er ónýtt orð í sinni upprunalegu og réttu merkingu í íslenskri tungu. Orðið tilheyrir ekki lengur fagi eða fagstétt. Í dag eru allir „hönnuðir“ ef þeir búa eitthvað til, líkt og að kalla sig tannlækni fyrir að bursta reglulega í sér tennurnar. Hvað eru listir? Hvað er menning?

    Ég er menntaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands, ég er ekki hörundssár gagnvart ófaglærðu fólki sem kallar sig „hönnuði“, ég kýs að meta fólk út frá frjóum hug og afleiddum verkum. En þegar höfuð menningar í byggðarlaginu er sótt úr þverfaglegum greinum, þá verð ég hugsi ...er þá etv. sérstakt tilefni til að staldra við, og vanda sig? ...Barba non facit philosophum

    Kv.
    Dagur Ó
    Menningarráð - 63 Menningarráð þakkar Degi Óskarssyni fyrir innsent erindi. Menningarráð bendir á að við úthlutun úr menningarsjóði hefur Menningarráð til hliðsjónar úthlutunarreglur Menningarsjóðs sem eru óháðar stefnuskrá sveitastjórnar. Menningarráð vill ítreka að hér er um áhugavert verkefni að ræða en að það falli ekki undir úthlutundarreglur Menningar og viðurkenningarsjóðs.

    Í ljósi þess sem fram kemur í innsendu erindi um stefnuskrá sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar leggur Menningarráð til að umsækjandi sæki beint um styrkveitingu til byggðarráðs.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar kynnti umsögn héraðsskjalasafna að drögum að nýrri reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Menningarráð - 63 Menningarráð tekur undir umsögn og ábendingar forstöðumanns héraðsskjalasafns Svarfdæla vegna draga að nýrri reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna sem skila á fyrir 16. júní 2017. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Þessum dagskrárlið er frestað. Menningarráð - 63 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfanst afgreiðslu byggðaráðs, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í byggðaráði.

5.Frá 293. fundi sveitarstjórnar þann 20.06.2017; Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar. Síðari umræða.

Málsnúmer 201606115Vakta málsnúmer

Á 293. fundi sveitarstjórnar þann 20. júní 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 223. fundi byggðaráðs Dalvíkurbygðar þann 1. júní 2017 voru samþykktar samhljóða með þremur atkvæðum tillögur að breytingum á Lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggð og vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Til máls tóku: Bjarni Th. Bjarnason.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að breytingum á lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu. "

Enginn tók til máls.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og vísar henni til staðfestingar ráðuneytis.

6.Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; fundargerðir stjórnar nr. 31, 32, 33 og 34.

Málsnúmer 201706024Vakta málsnúmer

Lagðar fram til umfjöllunar fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 31, 32, 33 og 34.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 414. mál.

Málsnúmer 201706089Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 16. júní 2017, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 414. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 15. ágúst n.k.
Lagt fram.

8.Auglýsing um fjárhagsáætlun 2018; tillaga

Málsnúmer 201706139Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2018.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að auglýsingu.

9.Tímarammi vegna fjárhagsáætlunar 2018; tillaga

Málsnúmer 201706138Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2018-2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma.

10.Frá vinnuhóp: Búsetuúrræði fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201608105Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, og Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

a) Staðsetning.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga, dagsett 5. júlí 2017, frá vinnuhópi um búsetu fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð um að staðsetning fyrir fyrirhugaðar byggingar verði valin við Lokastíg 3. Einnig er óskað eftir að vinna við deiliskipulag svæðisins verði komið í framkvæmd.

Til umræðu ofangreint.

b) Drög að Samþykktum fyrir húsnæðisfélag; Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að stofnsamþykktum fyrir Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses.

Til umræðu ofangreint.

Eyrún vék af fundi kl. 13:33.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að staðsetningu og að vinna við deiliskipulag á svæðinu fari af stað.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að stofnsamþykktum fyrir Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses.

11.Frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Fjárhagsáætlun 2017; heildarviðauki I

Málsnúmer 201707002Vakta málsnúmer

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusvið kynnti heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2017 með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið það sem af er árs 2017.

Um er að ræða 11 viðauka og sölu á 2 eignum; mál 201701041 Hólavegur 1 og 201705115 Kirkjuvegur 9.

Helstu niðurstöður:
Niðurstaða Aðalsjóð var neikvæð um kr. 27.105.000 en verður neikvæð um kr. 22.527.000, alls breyting kr. 4.578.000
Niðurstaða A-hluta var jákvæð um kr. 46.759.000, verður jákvæð um kr. 31.549.000, alls breyting kr. 11.895.000.
Niðurstaða Samstæðu A- og B- hluta var jákvæð um kr. 70.816.000 en verður alls kr. 85.046.000, breyting um kr. 14.229.000
Fjárfestingar alls voru kr. 383.267.000 en verða kr. 441.847.000, breyting alls kr. 58.580.000.
Lántaka er óbreytt eða kr. 237.000.000 en gert er ráð fyrir lántöku til skemmri tíma að upphæð kr. 188.600.000 vegna hlutdeildar ríkisins í hafnaframkvæmdum.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2017.

12.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201705148Vakta málsnúmer

Bóka í trúnaðarmálabók.

13.Frá Íbúðalánasjóði; Erindi Íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar

Málsnúmer 201706053Vakta málsnúmer

Á 825. fundi byggðaráðs þann 15. júní 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi ÍLS þar sem óskað er eftir viðræðum um möguleg kaup sveitarfélagsins á fasteignum í eigu sjóðsins innan sveitarfélagsins.
Byggðarráð felur Bjarna Th. Bjarnasyni sveitarstjóra að vera í samskiptum við Íbúðalánasjóð um eignir sjóðsins í Dalvíkurbyggð."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við Íbúðalánasjóð og þeim upplýsingum sem hann hefur aflað.
Byggaðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna boði um viðræður um þann möguleika að kaupa eignir sjóðsins áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði.
Byggðaráð vill nota tækifærið til að minna Íbúðalánasjóð á, sem og aðra fasteignaeigendur í sveitarfélaginu, þær skyldur sem þeir bera hvað varðar viðhald húss og lóða í sinni eigu.

14.Kauptilboð í Árskóg lóð 1.

Málsnúmer 201702069Vakta málsnúmer

Á 823. fundi byggðaráðs þann 1. júní 2017 var samþykkt samhjóða með 3 atkvæðum að framlengja gagntilboð sveitarfélagsins til tilboðsgjafa vegna kauptilboðs í Árskóg lóð 1 að hámarki til og með 30. júni 2017.

Tekið fyrir undirritað kauptilboð, dagsett þann 28. júní 2017, að upphæð kr. 23.900.000.
Byggaðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð og sölu á eigninni.

15.Frá Eignasjóði; Útboð á ræstingum 2017

Málsnúmer 201611144Vakta málsnúmer

Þann 24. júní s.l. voru opnuð tilboð í verið "Ræsting stofnana Dalvíkurbyggðar 2017".

Tvö tilboð bárust frá eftirtöldum:

Þrif og ræstivörur ehf.; miðað við samningstímann í 3 ár kr. 59.996.755 í reglulega ræstingu.
Samtals einingarverð í hreingerningu kr. 5.950.

ISS Ísland ehf; miðað við samningstímann í 3 ár kr. 41.888.259 í reglulega ræstingu.
Samtals einingarverð í hreingerningu kr. 7.025.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl. 14:51.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda sem er ISS Íslands ehf.

16.Varðar rafhleðslustöð og tengingu á henni

Málsnúmer 201702072Vakta málsnúmer

Á 291. fundi umhverfisráðs þann 16. júní 2017 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu innsent erindi frá Ísorku móttekið 15. febrúar 2017 vegna uppsetningar og tengingar á rafhleðslustöð sem sveitarfélaginu barst að gjöf frá Orkusölunni ehf.
Á 288. fundi umhverfisráð Dalvíkurbyggðar þann 10. mars síðastliðinn var lagt til að setja hleðslustöðina á bílastæði vestan við Ráðhús Dalvíkurbyggðar. Eftir nánari skoðun er staðsetning talin hentugri við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóra falið að útfæra staðsetningu innan lóðar íþróttamiðstöðvarinnar í samráði við forstöðumann hennar. Ráðið bendir á að ekki var gert ráð fyrir fjármagni til uppsetningar á stöðinni í fjárhagsáætlun 2017. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 5. júlí 2017, þar sem fram kemur að óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 800.000 vegna þessa verkefnis inn á lið 11410-4396, en tekið skal fram að ekki er séð að hægt verði að finna fjármagn í þetta verkefni annars staðar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs m.t.t. staðsetningar og kostnaðar sem nú liggur fyrir. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021.

17.Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

a) Staða mála.

Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti stöðu mála hvað varðar framkvæmdir og viðhald við Sundlaug Dalvíkur, sbr. verkfundur í morgun. Fyrir liggur að seinkun verða á verklokum um rúma viku.


b) Erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs um viðauka vegna endurnýjunar á hellum.

Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 4. júlí 2017, þar sem óskað er eftir því að hellur við sundlaug verði endurnýjaðar í stað þess að nota áfram þær sem fyrir voru. Rökin fyrir þessu eru að hellurnar eru komnar til ára sinna og orðnar grófar (sem gerir það að verkum að vont er að labba á þeim berfættur). Eldri hellur geta nýst í önnur verkefni, einnig er hægt að skoða að selja þær.

Niðurlögn á nýju svæði verður allt að 350 fm. Fermetraverð á nýjum hellum er kr. 4.990 og er því áætlaður kostnaður kr. 1.746.500. Ekki er talið að áætlaður ófyrirséður kostnaður á verkið geti dekkað þennan kostnað og er því óskað sérstaklega eftir þessu.

Til umræðu ofangreint.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 1.746.500, viðauki 12/2017 vísað á málaflokk 32 og mætt með lækkun á handbæru fé.

Fundi slitið - kl. 15:55.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs