Málsnúmer 201608105Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, og Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.
a) Staðsetning.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga, dagsett 5. júlí 2017, frá vinnuhópi um búsetu fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð um að staðsetning fyrir fyrirhugaðar byggingar verði valin við Lokastíg 3. Einnig er óskað eftir að vinna við deiliskipulag svæðisins verði komið í framkvæmd.
Til umræðu ofangreint.
b) Drög að Samþykktum fyrir húsnæðisfélag; Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að stofnsamþykktum fyrir Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses.
Til umræðu ofangreint.
Eyrún vék af fundi kl. 13:33.